Menntamál og ríkisháskóli

Menntamálin er flokkur sem er ein undirstaða íslensks þjóðlífs. Mikilvægi menntunar hefur margoft komið fram og flestir eru sammála um það. Það er því óneitanlega áhugavert að hlusta á yfirlýsingar nýskipaðs menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Menntamálin er flokkur sem er ein undirstaða íslensks þjóðlífs. Mikilvægi menntunar hefur margoft komið fram og flestir eru sammála um það. Það er því óneitanlega áhugavert að hlusta á yfirlýsingar nýskipaðs menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Sorglegar yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar
Tal hennar um að skólagjöld séu eitthvað sem verði að taka til skoðunar og athuga ásamt þeirri yfirlýsingu að Háskóli Íslands sé allt annað en blankur er sorglegt svo ekki sé kveðið sterkar að orði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað þessu ráðuneyti nánast samfleytt í tvo áratugi og afleiðingar þess sjást greinilega, í dag er staðan sú að Háskólinn gæti neyðst til að vísa 900 nemendum frá plássi í HÍ vegna rúms hálfs miljarða fjárskortar. Hugmyndin um fjöldatakmarkanir og skólagjöldin ganga í berhögg við grunnhugmyndafræði jafnaðarmanna, sem byggist á jöfnuði til náms fyrir alla óháð efnahag eða annarra aðstæðna.

Háskóli Íslands er mikilshæfur skóli
Hinir einkareknu háskólar lepja rjómann af kerfinu eins og það er í dag, auk ríflegra framlaga frá ríkinu geta þeir beitt háum skólagjöldum sem gera þá mun samkeppnishæfari heldur en fjársveltur ríkisháskóli, háskóli allra landsmanna. Hugsunin að baki þessum gerningi er óhæfa. HÍ er mikilshæfur háskóli þar sem vísindastarfsemi og kennsla nær að ganga þrátt fyrir þröngan stakk, en tæpt stendur hann þó. Það er svívirða að Háskóli Íslands njóti ekki þeirrar virðingar sem honum ber, hann á hana svo sannarlega skilið.

Óháð efnahag og óháð stöðu fólks
Ekki yrði ég hissa á að heyra af hugmyndum um að ríkið drægi sig úr rekstri Háskólans og menntamálum og læti markaðnum um rekstur þess. Óheft og ótakmarkað frelsi virðast vera einu raunveruleikatengsl margs þess fólks sem aðhyllist þá stefnu – það er ekki hugsun jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn vilja að allir geti notið möguleika á að sækja sér menntun, þ.e. jafnan rétt óháð efnahag og stöðu fólks. Það er hugmyndafræði jafnaðarmennskunnar og má aldrei víkja frá þeirri stefnu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand