Um fæðingarorlof

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur oftar en ekki verið hallmælt á vefriti þessu, og sjaldnast að ófyrirsynju. Listinn yfir ámælisverðar athafnir ríkisstjórnar síðustu níu ára er langur og ófagur. Í raun yrði allt of langt mál og leiðinlegt að þylja hann upp, enda bætist sífellt á hann. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur oftar en ekki verið hallmælt á vefriti þessu, og sjaldnast að ófyrirsynju. Listinn yfir ámælisverðar athafnir ríkisstjórnar síðustu níu ára er langur og ófagur. Í raun yrði allt of langt mál og leiðinlegt að þylja hann upp, enda bætist sífellt á hann.

Hins vegar er ekki svo að ríkisstjórninni sé alls varnað. Raunar hafa margar lofsverðar ákvarðanir litið dagsljósið á síðustu árum, til að mynda lækkun tekjuskatts á fyrirtæki – þó enn virðist verulega djúpt á marglofaðri skattalækkun á þá sem raunverulega þurfa þess við.

Það sem stendur þó upp úr hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru lög um fæðingarorlof. Stórtækara skref í jafnrétti kynjanna hefur ekki verið tekið. Ávinningurinn er margþættur, bæði fyrir börn og foreldra þeirra. Nýfæddum börnum er tryggð minnst þriggja mánaða samvera með báðum foreldrum, og áhætta atvinnurekanda af því að missa fólk á barneignaraldri í fæðingarorlof er ekki lengur eingöngu bundin við kvenfólk (og reyndar standa konur betur að vígi er karlmenn að þessu leyti eftir breytinguna, en það skýrist af líffræðilegum orsökum).

Það er því ljóst að nýleg lög um fæðingarorlof bera vott um framsýni og kjark. Á þeim græða allir, staða barna verður betri þar sem þeim er tryggð samvera með báðum foreldrum, staða kvenna á vinnumarkaði verður jöfn á við stöðu karla að þessu leyti, og karlmönnum er tryggður langþráður tími með börnum sínum fyrstu mánuði þeirra. Fyrir þetta ber að hrósa.

Að síðustu vill undirritaður óska lesendum vefritsins gleðilegs sumars, og biður þá að vel að lifa. Á meðan mun undirritaður sleikja sólina ásamt nýfæddum króga sínum, í fæðingarorlofi fram í september.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand