Ég útskrifaðist úr menntó í vor, voða hamingjusöm með áfangann og með farteskið fullt af framtíðardraumum. Í þessi fjögur ár í menntó (og öll hin tíu á undan) hefur mér tekist, misvel þó, að tileinka mér hinar ýmsu hugmyndir úr skólabókunum. Ég get bæði lagt saman og dregið frá, skilgreint fjölskyldu út frá félagsfræðilegu sjónarmiði, þekki helstu ártöl beggja heimsstyrjaldanna og kann að hvarfa natríum við klórið svo út komi matarsalt. En hefur mér einhverntímann verið kennt að efast? Á 16.öld var kennt í skólum að jörðin væri flöt, þýskum börnum á fyrri hluta síðustu aldar var kennt að hata gyðinga og mömmu var kennt að sætta sig við að fá lægri laun heldur en strákarnir. Í gegn um öll árin mín í skólanum hefur aldrei verið minnst einu orði á að það sem kennt væri þessa önnina, þyrfti ekki endilega að vera heilagur sannleikur þá næstu, og þetta gildir ekki bara um námsefnið heldur samfélagið í heild sinni. Í skólum landsins elst nú upp verðandi kynslóð já-fólks sem ritskoðar hugsanir sínar í samræmi við ríkjandi stefnu stjórnvalda. Um daginn fór ég á námskeið í borgaralegri óhlýðni á vegum herstöðvaandstæðinga í Mír. Á námskeiðinu voru meðal annars fyrirlestrar um hugtakið borgaraleg óhlýðni, óvirk andstaða og fleira í þeim dúr. Okkur var einnig kennt hvernig skipuleggja á mótmæli og fjölmargar aðferðir til að hindra lögguna í að leysa upp fjöldamótmæli. Fólkið sem þetta námskeið sótti var af ýmsum toga, gallharðir náttúruverndarsinnar, sem þráðu að láta drekkja sér með Kárahnjúkum, herstöðvaandstæðingar sem vildu endurvekja Keflarvíkurgöngur, biturt fólk sem er á móti öllu því það er svo gaman að vera á móti einhverju og svo fólk eins og ég sem rak nefið inn af tómri forvitni. Eftir að hafa hlýtt á nokkra fyrlestra fórum við í hlutverkaleiki sem gengu út á það að undirbúa okkur fyrir þær fjölmörgu aðstæður sem geta komið upp, ef maður ákveður að gerast sekur um borgaralega óhlýðni.
Borin af vettvangi í þykjustuleik
Ég tók þessu nú öllu með þó nokkrum fyrirvara og gat ekki annað en glott með sjálfi mér þegar ég fékk að prófa að vera borin af vettvangi í þykjustuleik þar sem ég var mótmælandi sem var búin að mynda mannlegan vegatálma. Þar sem ég sat þarna í þykjustufangelsinu með marblett á lærinu eftir harkalegar aðgerðir plat-löggunar fór ég að velta því fyrir mér hvort að það hefðu ekki allir gott af því að læra svoldið um borgaralega óhlýðni.
Hefur mér einhverntímann verið kennt að efast?
Ég útskrifaðist úr menntó í vor, voða hamingjusöm með áfangann og með farteskið fullt af framtíðardraumum. Í þessi fjögur ár í menntó (og öll hin tíu á undan) hefur mér tekist, misvel þó, að tileinka mér hinar ýmsu hugmyndir úr skólabókunum. Ég get bæði lagt saman og dregið frá, skilgreint fjölskyldu út frá félagsfræðilegu sjónarmiði, þekki helstu ártöl beggja heimsstyrjaldanna og kann að hvarfa natríum við klórið svo út komi matarsalt. En hefur mér einhverntímann verið kennt að efast? Á 16.öld var kennt í skólum að jörðin væri flöt, þýskum börnum á fyrri hluta síðustu aldar var kennt að hata gyðinga og mömmu var kennt að sætta sig við að fá lægri laun heldur en strákarnir. Í gegn um öll árin mín í skólanum hefur aldrei verið minnst einu orði á að það sem kennt væri þessa önnina, þyrfti ekki endilega að vera heilagur sannleikur þá næstu, og þetta gildir ekki bara um námsefnið heldur samfélagið í heild sinni. Í skólum landsins elst nú upp verðandi kynslóð já-fólks sem ritskoðar hugsanir sínar í samræmi við ríkjandi stefnu stjórnvalda. Kynslóð sem er ekki alin upp til að hafa skoðanir á neinu öðru en Hollywood og enska boltanum.
Því miður bendir lítið til þess að íslenska þjóðin fari að líta á samfélagið gagnrýnum augum
Enda hegða stjórnvöld sér fullkomlega í samræmi við það. Íslenska þjóðin virðist líta svo á að eftir kosningar geti hin nýkjörna stjórn lokað sig af í rammgirtu Alþingishúsinu og gert hvað sem henni sýnist í nafni lýðræðis. Þrátt fyrir að kommúnistar, anarkistar og annað biturt fólk eigi það til að safnast saman og mótmæla einu og einu frumvarpi, veit sitjandi stjórn vel að íslenska þjóðin í heild sinni er svo dofin að hún þarf ekki að taka mark á þessum svekkta minnihluta með spjöld og heróp. Ekki er ungdómurinn skárri. Flestir skólafélagar mínir vita varla úrslit síðustu kostninga, en geta aftur á móti rakið úrslitin í Ædol stjörnuleit til hlítar. Dugleysi íslenskar æsku kom hvað best fram þegar samræmdu stúdentsprófunum var skellt á svona uppúr þurru. Allir voru hjartanlega á móti þeim, en höfðu hvorki hugmyndaflug né áræðni til að gera eitthvað í málunum. Fannst bara best að bíta í vörina, bölva í hljóði og láta vaða yfir sig á bláum skónum. Niðurstaðan var svo sorglega fámennur hópur menntskælinga, bólugrafnir með hor í nös sem söfnuðust fyrir framan Alþingi. Þetta er ekkert einsdæmi og því miður bendir lítið til þess að íslenska þjóðin, og þá sérstaklega íslensk æska fari að snýta sér, rétta úr bakinu og líta á samfélagið gagnrýnum augum í bráð.
Skylduáfangi til stúdentsprófs
Þó er nýafstaðið fár í kringum fjölmiðlafrumvarpið spor í rétta átt, en ég hef ennþá svimandi áhyggur af jafnöldrum mínum. Mín uppástunga er sú að borgaraleg óhlýðni verði gerð að skylduáfanga til stúdentsprófs í menntaskólum. Óhlýðni 103, áfanga þar sem nemendum verði kennt að horfa á samfélagið á gagnrýninn hátt, mynda sér sjálf skoðanir og fylgja þeim eftir, út í rauðan dauðann.