Skýr skattastefna Samfylkingarinnar

Í ljósi þeirra staðreyndar að skattbyrði einstaklinga hefur aukist til muna í tíð núverandi ríkisstjórnar er ekki furða að nánast allir stjórnmálaflokkar hafi á kosningastefnuskrá sinni að lækka skatta á einstaklinga. Í ljósi þeirra staðreyndar að skattbyrði einstaklinga hefur aukist til muna í tíð núverandi ríkisstjórnar er ekki furða að nánast allir stjórnmálaflokkar hafi á kosningastefnuskrá sinni að lækka skatta á einstaklinga. Samkvæmt tölum OECD hefur skattbyrði á einstaklingum aukist mest á Íslandi frá árinu 1990 af öllum ríkjum OECD fyrir utan Grikkland.

Það er hins vegar ekki trúverðugt þegar ríkisstjórnaflokkarnir, sem hafa setið í ríkisstjórn í 8 ár, tala nú um rétt fyrir kosningar að nú sé komið að einstaklingunum í landinu. Forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna hefur hingað til ekki náð til einstaklinga og fjölskyldufólks heldur hefur hún sést í 900 milljóna króna sendiráðum, skertum barnabótum, aukinni skattbyrði, hækkandi þjónustugjöldum og tugmilljarða króna landbúnaðarkerfi.

Samfylkingin lækkar tekjuskatt einstaklinga

Samfylkingin hefur skýra stefnu í skattamálum. Samfylkingin ætlar að hækka skattleysismörkin um 130.000 krónur á ári þannig að allir þegnar landsins hagnast á breytingunni. Skattbyrði allra einstaklinga mun þannig lækka um 50.000 krónur á ári og skattbyrði hjóna lækkar um 100.000 krónur á ári. Þessi breyting kemur sérstaklega lágtekju- og millitekjufólki til góða.
Við breytingar á skattprósentunni, eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggja til, mun skattbyrðin minnka meira hjá þeim sem hafa hærri tekjur. Skattastefna ríkisstjórnarflokkanna gengur því einfaldlega út það að því hærri tekjur því minni skattbyrði.

Skattastefna Samfylkingarinnar er ekki einungis mjög einföld í framkvæmd heldur er hún réttlát þar sem hún kemur öllum jafnt til góða en hlutfallslega mest millitekju- og láglaunafólki sem þarf mest á því að halda. Skattastefna Sjálfstæðisflokksins kostar sömuleiðis um 10 milljarða króna meira en það sem skattastefna Samfylkingarinnar kostar en fyrir þann mismun mætti reka 3 Háskóla Íslands.

Lækkun skatta hjá ungu fólki með börn

Samfylkingin setur hagsmuni fjölskyldufólks í öndvegi með skattatillögum sínum. Samfylkingin mun hækka barnabætur um 3 milljarða króna á ári og mun sú breyting færa barnafjölskyldum að meðaltali um 75.000 krónur á ári. Síðasta árið í leiksskóla verður gjaldfrjálst.
Málefni fjölskyldufólks fá einnig algjörlega forgang hjá Samfylkingunni með stórfelldri lækkun á virðisaukaskatti á ungbarnaföt og ungbarnavöru ásamt löngu tímabærri lækkun á matvælum en í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur matvælaverð hækkað langmest allra Norðurlandanna frá árinu 1990 samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.
Samfylkingin mun einnig fella niður stimpil- og þinglýsingargjöld vegna húsnæðiskaupa sem allir húskaupendur verða að borga. Við þetta munu útgjöld lántakenda á meðalíbúð lækka um 200.000 krónur. Skattar á tónlist munu sömuleiðis lækka talsvert sem eflir tónlistargeirann og bækur verða án virðisaukaskatts ef Samfylkingin kemst til valda en það er mikið hagsmunamál fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Hluti endurgreiðslna námslána verður síðan frádráttarbært frá skatti en sú ákvörðun nær til um 16.000 einstaklinga. Það er alveg ljóst að ungt fólk og fjölskyldufólk á sér athvarf hjá Samfylkingunni vegna þessara tillagna.

Ávinningur ungs barnafólks mun því nema mörg hundruðum þúsunda króna árlega fái Samfylkingin þann stuðning sem hún þarf í komandi kosningum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand