UJR vilja að 5. gr. stjórnarskrárinnar verði endurskoðuð

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja kosningar vera hornstein lýðræðisins og sjá ekki eftir þeim kostnaði sem til þeirra fellur þar sem UJR virða lýðræðislegan rétt fólksins í landinu til að bjóða sig fram. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja kosningar vera hornstein lýðræðisins og sjá ekki eftir þeim kostnaði sem til þeirra fellur þar sem UJR virða lýðræðislegan rétt fólksins í landinu til að bjóða sig fram.

Í 5. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti skuli kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Þar segir jafnframt að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000.

Þetta ákvæði hefur verið óbreytt frá árinu 1944. Þá voru Íslendingar tæplega 128.000 talsins, en eru nú rúmlega 290.000. Þeim hefur því fjölgað um meira en 126%. Í ljósi þessarar fjölgunar telja Ungir jafnaðarmenn eðlilegt að ákvæði um lágmarksfjölda meðmælenda með forsetaframboði verði breytt þannig að krafist verði fleiri meðmælenda en nú er. Skynsamlegt væri að fara fram á að ákveðið hlutfall kjósenda hverju sinni mælti með framboði í stað þess að tilgreina ákveðna fasta tölu eins og nú. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að þörf væri fyrir frekari breytingar í framtíðinni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand