Mjólk er góð

Athyglisverð frétt birtist í Morgunblaðinu á dögunum þar sem sagt var frá því að kúabúum hefði fækkað um eitt á viku undanfarinn áratug. Á sama tíma hefði það gerst að framleiðsla á hverju búi hefði aukist og meðalnyt kúnna sömuleiðis. Þá hefði mjólk hækkað minna í verði heldur en vísitala neysluverðs. Athyglisverð frétt birtist í Morgunblaðinu á dögunum þar sem sagt var frá því að kúabúum hefði fækkað um eitt á viku undanfarinn áratug. Á sama tíma hefði það gerst að framleiðsla á hverju búi hefði aukist og meðalnyt kúnna sömuleiðis. Þá hefði mjólk hækkað minna í verði heldur en vísitala neysluverðs.

Háir ríkisstyrkir
Ekki kom fram í fréttinni hvernig ríkisstyrkir til mjólkurframleiðslu hefðu þróast á sama tíma, en skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 eru þeir 4,42 milljarðar króna (1,6% útgjalda ríkissjóðs), auk þess sem ríkið styður ýmislegt annað þessu tengt, svo sem Bændasamtökin, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Hagþjónustu landbúnaðarins, Lánasjóð landbúnaðarins, Búnaðarsjóð og Framleiðnisjóð landbúnaðarins svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess eru innflutningshöft og tollar á erlendar mjólkurvörur.

Í sama Morgunblaði var viðtal við landbúnaðarráðherra þar sem hann sagði það fjarstæðu að koma upp búum með 100 til 500 kúm hér á landi.

Er fjarstæða að koma upp stórum kúabúum?
Ég velti því aftur á móti fyrir mér afhverju landbúnaðarráðherra telur það fjarstæðu að koma upp stórum kúabúum hér á landi. Afhverju telur hann það fjarstæðu að bændur haldi áfram að hagræða í rekstri sínum af kappi? Afhverju telur hann það fjarstæðu að bændum gefist kostur á að búa til hagkvæmar rekstrareiningar sem þeir gætu haft góðar tekjur af að reka?

300 kýr á Korpúlfsstöðum!
Ég hef komið í stórt kúabú í Kaliforníu. Þar voru mörg hundruð kýr í lausagöngufjósi og þær virtust í fljótu bragði bara hafa það gott. Við höfum meira að segja reynslu af stórum kúabúum hérlendis – eitt slíkt var á Korpúlfsstöðum. Árið 1934 voru þar 300 kýr og framleiðslan 800 þúsund lítrar á ári, skv. heimildum á netinu!

Allra hagur að hagræða
Ég er viss um að allt myndi gerast í senn: Hagur bænda vænkast, verð til neytenda lækka, og þörfin fyrir stuðning ríkisins stórminnka, bæði í formi niðurgreiðslna og innflutningshafta – yrði bændum gefinn kostur á að reka bú sín án verulegra ríkisafskipta. Ef þeim yrði heimilt að ákveða stærð búa sinna sjálfir í samræmi við eftirspurn á markaði.

Förum samt varlega í breytingar
Við verðum samt að fara varlega í allar breytingar í landbúnaðinum enda mikilvægt að kippa ekki fótunum undan þessari mikilvægu framleiðslugrein – greinin verður að hæfilegan tíma til að lagast að nýjum reglum og nýrri hugsun. Ég vil nefnilega áfram fá lambakjöt á diskinn minn og mjólk er líka góð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand