Skólagjöld við Háskóla Íslands

Það er því mikilvægt að þjóðin sofni ekki á verðinum, því sá svefn gæti reynst dýr fyrir komandi kynslóðir. Það verður að stöðva það markvissa fjársvelti sem Háskóli Íslands stendur frammi fyrir í dag og sýna það í verki að Íslendingar eru stoltir af því að búa í stéttlausu þjóðfélagi þar sem allir hafa jafnan rétt til að stunda það nám sem þeim hentar. Ágætis byrjun væri að háskólinn fengi þær hundruðir milljóna króna sem stjórnvöld skulda skólanum fyrir þá nemendur sem stundað hafa nám síðustu árin, en eins og staðan er í dag þá fær skólinn einungis greitt fyrir níu af hverjum tíu nemendum sem stunda þar nám. Vandamálið liggur ekki hjá Háskóla Íslands heldur í forgangsröðun stjórnvalda. Umræðan um skólagjöld við Háskóla Íslands hefur farið sívaxandi að undanförnu og hefur málflutningurinn verið oft á tíðum afar skrautlegur. Undanfarin ár hefur Háskóli Íslands verið lagður í, að því er virðist, markvisst fjársvelti og er nú svo komið að háskólayfirvöld sjá sig knúin til að biðja um heimild til að taka upp skólagjöld við skólann og þegar liggur fyrir að taka upp skólagjöld á mastersstigi í lögfræði. Svo virðist vera sem nýkrýndur menntamálaráðherra sjái skólagjöld í hyllingum sem varanlega lausn á því ,,vandamáli” sem útgjöld til háskólamenntunnar eru í augum Sjálfstæðisflokksins.

Ranghugmyndir menntamálaráðherra
Hinn nýi menntamálaráðherra hefur hvergi verið banginn við að tjá sig á opinberum vettvangi um skólagjöld sem hugsanlega lausn og hefur ítrekað mælt með þeim. Málflutningur ráðherrans er þó oft á tíðum ansi loðinn. Meðal annars hefur hún fullyrt að skólagjöld auki hagvöxt, að framlög ríkisins muni ekki minnka eftir því sem skólagjöld hækka, að nemendur við Háskóla Íslands læri betur þegar þeir borga brúsann úr eigin vasa og að skólagjöld skerði ekki jafnrétti til náms á Íslandi.

Þetta er allt alrangt. Skólagjöld auka ekki hagvöxt í sjálfu sér, heldur er það aukið menntunarstig þjóðarinnar sem eykur hann og menntunarstig verður ekki aukið með því að takmarka aðgengi fólks að námi. Einsýnt er að framlög ríkisins muni á endanum minnka eftir sem skólagjöld hækka, enda er mun auðveldara að seilast í vasa stúdenta en ríkisjóðs. Fjölmargar kannanir hafa leitt í ljós að kreddan um aukna námsfýsi þeirra sem borga úr eigin vasa eigi ekki við rök að styðjast. Nemendur eru misjafnir eins og þeir eru margir og er líklegra að áhyggjur af skuldum og lántökum vegna skólagjalda trufli frekar en styrki. Að lokum skerðist jafnrétti til náms töluvert þegar skólagjöld eru tekin upp. Þó svo að nemendum við Háskóla Íslands gefist kostur á lánum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna þá eru það ekki allir sem eru jafn lánshæfir og má þar nefna ábyrgðarmannakerfið sem eina af aðalhindrununum.

Einnig ber að nefna í þessu samhengi að 1996 var gerð úttekt á því hvað það mun kosta íslenska ríkið að lána fyrir skólagjöldum og kom þá í ljós að í raun væri dýrara að lána stúdentum fyrir þeim en að hækka fjárframlög ríkisins til Háskóla Íslands og þá er málið fallið um sjálft sig.

Jafnrétti til náms
Á Íslandi ríkir þjóðarsátt um að reka öflugt velferðarkerfi þar sem megin áhersla er lögð á heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla óháð aðstæðum eins og til dæmis efnahag. Umræðan um það hvort taka eigi upp skólagjöld við Háskóla Íslands snýst í grunninn um forgangsröðun í þjóðfélaginu. Jafnrétti til náms á að vera í algjörum forgangi og kemur langt á undan byggingu sendiráða í fjarlægum heimsálfum, risnukostnaði (sem hefur rokið upp úr öllu valdi síðustu átta árin), sérlegum gæluverkefnum einstaka ráðherra og einkavæðingu á háskólastigi einkavæðingarinnar vegna.

Það er sorglegt fyrir okkur Íslendinga að þurfa að horfa upp á neiðaróp Háskólayfirvalda um aukin fjárútlát á sama tíma og einkareknum skólum á háskólastigi, sem hafa engum rannsóknarskyldum að gegna, er hampað. Háskóli Íslands er ekki sambærilegur við aðra háskóla á Íslandi enda gegnir hann bæði akademísku og menningarlegu hlutverki. Honum er gert að halda uppi ,,óhagkvæmum” deildum eins og t.d. guðfræði, kynjafræði og táknmálsfræði en nú stendur fyrir að hætta kennslu táknmálsfræði við háskólann sem er liður í sparnaðaráætlun skólans.

Sofnum ekki á verðinum
Það er því mikilvægt að þjóðin sofni ekki á verðinum, því sá svefn gæti reynst dýr fyrir komandi kynslóðir. Það verður að stöðva það markvissa fjársvelti sem Háskóli Íslands stendur frammi fyrir í dag og sýna það í verki að Íslendingar eru stoltir af því að búa í stéttlausu þjóðfélagi þar sem allir hafa jafnan rétt til að stunda það nám sem þeim hentar. Ágætis byrjun væri að háskólinn fengi þær hundruðir milljóna króna sem stjórnvöld skulda skólanum fyrir þá nemendur sem stundað hafa nám síðustu árin, en eins og staðan er í dag þá fær skólinn einungis greitt fyrir níu af hverjum tíu nemendum sem stunda þar nám. Vandamálið liggur ekki hjá Háskóla Íslands heldur í forgangsröðun stjórnvalda.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið