Þess vegna þarf að endurreisa RÚV

DV er komið út aftur með breyttri áhöfn á vegum nýrra eigenda og er nú systurútgáfa Fréttablaðsins. Stöð tvö og Bylgjan fá líka nýja eigendur, að minnsta kosti að verulegum hluta, og vel kann að vera að það hafi áhrif á áhöfn þar þegar fram í sækir. Enn vitum við ekki hverjir þetta verða en nokkra daga hefur verið hvíslað um það að Jón Ásgeir í Baug og félagar hans, helstu eigendur DV og Fréttablaðsins, verði líka fremstir meðal jafningja í hluthafahópi Norðurljósa. Það er von að menn reki upp stór augu á fábreyttum fjölmiðlavettvangi. DV er komið út aftur með breyttri áhöfn á vegum nýrra eigenda og er nú systurútgáfa Fréttablaðsins. Stöð tvö og Bylgjan fá líka nýja eigendur, að minnsta kosti að verulegum hluta, og vel kann að vera að það hafi áhrif á áhöfn þar þegar fram í sækir. Enn vitum við ekki hverjir þetta verða en nokkra daga hefur verið hvíslað um það að Jón Ásgeir í Baug og félagar hans, helstu eigendur DV og Fréttablaðsins, verði líka fremstir meðal jafningja í hluthafahópi Norðurljósa. Það er von að menn reki upp stór augu á fábreyttum fjölmiðlavettvangi.

Og nú spretta fram allskyns spurningar um eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum og eru fullkomlega eðlilegar – þótt menn glotti auðvitað yfir því að helsta merkisbera þeirra hugmynda, Morgunblaðinu, kunni að þykja berin súr eftir árangurslaus stökk upp í DV-bitann.

Að eiga eða ekki eiga
Auðvitað skiptir það máli hver á fjölmiðil. Jafnvel í óskafyrirtækjum skólabókanna ræður eigandinn stjórnendur fjölmiðilsins, finnur honum stað á markaðnum, mótar honum útgáfu stefnu og pólitísk einkenni. Vegna þess hvað fjölmiðlun skiptir samfélagið miklu er það viðhorf út í hött að eignarhald á fjölmiðlum sé bara einsog hjá öðrum fyrirtækjum og komi almenningi ekkert meira við en til dæmis eignarhald á steypustöðvum eða skóbúðum.

Annað mál er svo það hvað almannavaldið á að skipta sér af eigendum fjölmiðla. Við köllum fjölmiðlana stundum ‚fjórða valdið‘ sem þar með skal vera sem óháðast hinum þremur – og það hefur þessvegna sína kosti að hér á landi skuli lagarammi ekki vera hátimbraður kringum fjölmiðlana. Það er ekki heillandi tilhugsun við núverandi aðstæður að menn byrji að bauka við sérstakar reglur um eigendahlutfall og -samsetningu í ráðuneytum og nefndum þingsins. Við höfum sett almennar reglur um eignarhald á markaði með samkeppnislögum, og ráðlegast er að sjá hvernig þær duga á fjölmiðlafyrirtækin áður en lengra er haldið.

Gegnsæi, sjálfstæði, ábyrgð
Hér er dregin í efa þörf á sérstakri lagasetning um eigendur fjölmiðla. Hinsvegar deili ég þeim áhyggjum sem að baki standa. Samþjöppun fjölmiðlaeignar getur að óbreyttu leitt til þess að einstakir auðmenn eða bandalög þeirra hafi úrslitaáhrif á fréttaflutning. Að sjónarmið þeim vilhöll eigi uppá pallborð fjölmiðlanna en aðrir éti það sem úti frýs. Að fjölmiðlarnir taki pólitíska afstöðu eftir hagsmunum eigendanna. Að saman renni almennilegur fréttaflutningur og auglýsingaskrum. Að fjölmiðlun verði einhæfari og miðist af markaðsástæðum við lægsta samnefnara.

Eina svarið við þessum ógnum felst í faglegum vinnubrögðum blaðamanna og virku eftirliti almennings. Hugsanleg ný lög um fjölmiðlun ættu fyrst og fremst að efla faglegan heiður á fjölmiðlunum og tryggja að almenningi séu ljósar allar innanhúsaðstæður sem geta haft áhrif á efni fjölmiðla. Slík lög ættu meðal annars tryggja af fremsta megni sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eiganda og rekstrarstjórnendum. Þau ættu að tryggja að alltaf sé ljóst hverjir eru eigendur fjölmiðils. Þau ættu að kveða á um aðgang að rekstrarupplýsingum um fjölmiðla eins og unnt er miðað við eðlilegt svigrúm í viðskiptum, þar á meðal um auglýsingar og kostunarsamninga. Og þau ættu að gera skýrari grein en nú er í lögum fyrir ábyrgð fjölmiðilsins á efni sem í honum birtist, gagnvart almenningi og einstökum persónum.

Ríkisútvarpið! En hvaða Ríkisútvarp?
Mér finnst hræringarnar á fjölmiðlavettvangi síðustu vikur kenna okkur eitt fyrst og fremst: Að þakka fyrir RÚV. Þegar lætin eru hvað mest í fjölmiðlabisness á markaði er þjóðarútvarpið kjölfestan.

Hræringarnar undanfarið hvessa hinsvegar enn áleitnar spurningar um RÚV. Hvernig má tryggja þar sjálfstæði ritstjórnar gagnvart afar misvitrum stjórnendum – með sjálfan útvarpsstjórann fremstan í flokki? Hvert er vitið í því að láta þjóðarútvarpið verða sífellt háðara markaðstekjum, og þrengja um leið að öðrum fyrirtækjum í samkeppni um auglýsingar og kostun? Og: Af hverju líðst Sjálfstæðisflokknum að ráðskast og regera á Ríkisútvarpinu einsog það sé sérstakt flokkslén – með þeim afleiðingum að dregur úr trúverðugleika fyrirtækisins og þrengir að frábæru fagfólki innandyra?

Almenn umræða um eigendur fjölmiðla er sjálfsögð. Ég tel hinsvegar að verkefni dagsins á þessum vettvangi sé að endurreisa Ríkisútvarpið sem hornstein fjölmiðlunar á Íslandi, leysa það úr pólitískum álögum og skapa því nýtt forystuhlutverk óháð veltu og vaggi markaðsmiðlanna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand