UJR harma fyrirhugaða hækkun leikskólagjalda

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma tillögu leikskólaráðs um að hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 3% um næstu áramót. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma tillögu leikskólaráðs um að hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 3% um næstu áramót.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík minna á að nú þegar þurfa hjón og sambúðarfólk að borga 29.900 krónur á mánuði fyrir 9 tíma vistun eins barns, en um 50 þúsund krónur á mánuði fyrir slíka vistun fyrir tvö börn.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík minna á að samþykkt var á landsfundi
Samfylkingarinnar á dögunum, sem haldinn var í Hafnarfirði, að stefna bæri að því að afnema leikskólagjöld í áföngum og byrja á niðurfellingu þeirra vegna 5 ára barna. Mikilvægt er að ríkissjóður færi tekjustofna til sveitarfélaganna til að auðvelda þeim þessa breytingu.

Niðurfelling leikskólagjalda yrði gríðarleg kjarabót fyrir barnafólk og í anda þeirra stefnu Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík að forðast innheimtu skólagjalda á öllum skólastigum.

Ályktun stjórnar Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand