Það er sátt um að búa eigi vel að börnum í Reykjavík

Frá því ég settist í borgarstjórastólinn hefur æ meir verið að renna upp fyrir mér sú ábyrgð sem í því felst að fara með opinbert fé. Maður er jú vanur því að fara með sitt eigið, svona í formi vasapenings frá eiginkonunni, og fé hluthafa í fyrirtæki. Það er enginn til að kvarta yfir því hvernig ég fer með mitt fé, ekki einu sinni frúin vegna áðurgreinds fyrirkomulags og hluthafar í fyrirtæki geta farið annað með sitt hlutafé finnist þeim því ekki skynsamlega varið. Viðskiptavinirnir geta líka farið ef þeim finnst hallað á sig. Skattborgarinn, og ég þar með talinn, fer hins ekki neitt. Hann verður að gjöra svo vel og reiða fram sitt útsvar og sína fasteigaskatta til síns sveitarfélags, hvað sem tautar og raular. Þess vegna upplifi ég það sem mikla ábyrgð að fara með skattfé. Frá því ég settist í borgarstjórastólinn hefur æ meir verið að renna upp fyrir mér sú ábyrgð sem í því felst að fara með opinbert fé. Maður er jú vanur því að fara með sitt eigið, svona í formi vasapenings frá eiginkonunni, og fé hluthafa í fyrirtæki. Það er enginn til að kvarta yfir því hvernig ég fer með mitt fé, ekki einu sinni frúin vegna áðurgreinds fyrirkomulags og hluthafar í fyrirtæki geta farið annað með sitt hlutafé finnist þeim því ekki skynsamlega varið. Viðskiptavinirnir geta líka farið ef þeim finnst hallað á sig. Skattborgarinn, og ég þar með talinn, fer hins ekki neitt. Hann verður að gjöra svo vel og reiða fram sitt útsvar og sína fasteigaskatta til síns sveitarfélags, hvað sem tautar og raular. Þess vegna upplifi ég það sem mikla ábyrgð að fara með skattfé.

Á hverfafundum mínum með Reykvíkingum síðustu vikur hef ég sagt frá því í hvað skattpeningarnir fara og sést skipting útgjalda þessa árs á kökuritinu hér. Takið eftir því að ef við leggjum saman sneiðar fræðslumála, leikskóla og æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamála sjáum við að 55% útgjalda borgarsjóðs renna til uppbyggingar æsku borgarinnar.

Þarna komum við einmitt að öðrum mun sem er á rekstri fyrirtækja, sem ég þekkti býsna vel áður en ég tók við núverandi embætti, og rekstri borgarinnar hins vegar. Það er ekki hlaupið að því að arðsemisreikna þessa fjárfestingu í „framtíðarborgurunum.“ Að núvirðisreikna framtíðararðsemina af umönnun barna, menntun þeirra og því forvarnarstarfi sem í skipulögðu tómstundstarfi felst er hreinlega ekki hægt. Það merkilega er þó að um þetta ríkir mikil sátt, meðal allra flokka. Það er að það eigi að verja svo stórum hluta skattfjárins í þessa málaflokka. Og af því að maður heyrir stundum raddir þar sem fólk er velta fyrir sér hvað það fær sjálft fyrir skattinn sinn, þá spyr ég stundum hvers eiga barnlausir að gjalda? Þrátt fyrir slíkar hugleiðingar sumra, þá er sátt um að búa eigi vel að börnum í Reykjavík. Auðvitað skiptir verulegu máli að allt þetta fé, hálfur annar tugur milljarða á ári hverju til rekstrar, nýtist sem best. Að þetta komi æskunni virkilega til góða og um það snúast stjórnmálin líka, ekki bara um hægri og vinstri.

Ég hef á hverfafundunum einmitt verið að ræða við íbúana um þessa hlið stjórnmálanna. Á fundunum hefur komið fram fjöldi ábendinga um það hvernig íbúarnir, foreldrar barnanna í borginni, telja að þetta skattfé komi að sem bestum notum. Þessar ábendingar eru ómetanlegar og margt af því sem fært hefur verið til betri vegar í borgarrekstrinum í gegnum tíðina, hefur einmitt fyrst komið fram á hverfafundum borgarstjóra, sem löng hefð er fyrir.

Það er því ekki undarlegt að núverandi borgarstjórn sé að marka þá stefnu að færa ákvarðanir um þessa nærþjónustu við borgarana út í hverfin. Frá því um síðustu áramót hefur markvisst verið unnið að stefnumótun og tillögugerð um stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar og samkvæmt áætlunum á að taka ákvörðun upp úr áramótum með hvaða hætti þetta verður gert. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa verið að greina nákvæmlega niður hvaða þjónustu Reykjavíkurborg er að veita og mun síðan gera tillögur um hvort rétt sé að veita þjónustuna frá þjónustumiðstöðvum í hverfunum eða á einni skrifstofu fyrir alla borgina. Þarna skiptir höfuðmáli hvaða hagræði fæst af því að samþætta þjónustuna. En af því að hagræðing hefur á sér almennt yfirbragð niðurskurðar þjónustu þá er rétt að taka fram að það hagræði sem menn eru helst að sjá fyrir sér í hverfavæðingunni snýst fremur um að borgarbúar fái betri þjónustu fyrir sama pening.

Rétt eins og við stöndum í stórræðum í skipulagsmálum í miðborginni, þá sést á þessu að stórræðin eru ekki síðri í skipulagsmálum borgarkerfisins. Rétt eins og það skiptir gríðarlegu máli að vel takist til við uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnushússins við Austurhöfnina og á Mýrargötureitnum við Vesturhöfnina, þá skiptir líka höfuðmáli að okkur takist vel til við að skipuleggja þjónustu við íbúana þannig að þeir fái sem mest fyrir skattféð sitt. Það vil ég.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand