Það sem rætt var í Réttó

Fyrir nokkru þáðum við Dagbjört Hákonardóttir, gjaldkeri UJ, boð um að koma upp í Réttarholtsskóla og ræða við tíundu bekkinga um pólitík á sal. Þetta var frómt frá sagt eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í lengi. Umræðurnar sem spunnust voru afar líflegar og unglingarnir skínandi vel upplýstir. Ljóst að við munum halda áfram að fara í slíkar heimsóknir. Ég ætla að renna yfir það helsta sem kom fram. Það skemmtilegasta við pólitík
Fyrir nokkru þáðum við Dagbjört Hákonardóttir, gjaldkeri UJ, boð um að koma upp í Réttarholtsskóla og ræða við tíundu bekkinga um pólitík á sal. Þetta var frómt frá sagt eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í lengi. Umræðurnar sem spunnust voru afar líflegar og unglingarnir skínandi vel upplýstir. Ljóst að við munum halda áfram að fara í slíkar heimsóknir. Ég ætla að renna yfir það helsta sem kom fram.

Bæði stelpur og strákar finna fyrir þrýstingi
Við Dagbjört vöktum fyrst máls á klámvæðingunni sem okkur þykir vera komin út fyrir hófleg mörk. Rétthyltingar höfðu sterkar skoðanir á þessu máli. Stelpurnar vildum meina að þær finndu fyrir miklum þrýstingi að vera kynþokkafullar. Strákarnir sem tóku til máls vildu meina að þeir ættu ekki sök á því. Þeir sögðust sjálfir finna fyrir því að þurfa að líta út eins og gæjarnir í myndböndunum á Popp-tívi. Öll vildu þau hins vegar vita hvort við stjórnmálamennirnir þættumst ætla að fara að stjórna þessu. Forsjárhyggja hefur víst blessunarlega vikið úr genabyggingu hinnar nýju kynslóðar. Við útskýrðum að stjórnmálin gætu líka verið vettvangur til að ræða þróun samfélagsins og pólitík gæti verið um allt sem snerti okkur í daglega lífinu en þurfi ekki að snúast um boð og bönn og lagafrumvörp.

Inneign á símann eða tvisvar í strætó
Eftir heitar umræður um málefni eins og skólagjöld, hátekjuskatt, byggðastefnu, jafnan aðgang að æskulýðsstarfi og Evrópusambandsaðild kom að máli sem virtist brenna á stórum hluta tíundu bekkinga; Of háum fargjöldum í strætisvagna. Ungmennin vildu meina að þau veigruðu sér við að nota strætókerfið vegna þessa. Nefndu að fyrir eitt far þyrfti að greiða 220 kr. Þetta er víst rétt staðgreiðslugjald og verð ég að vera þeim sammála um að það er ansi hátt. Ekki kom hins vegar fram að ef þau kaupa sér kort þá fá þau drjúgan afslátt af þessu gjaldi. 10 miða kort kostar t.d. 1200 kr. og gildir fyrir ungmenni upp að 18 ára aldri en gilti áður aðeins til 15 ára aldurs. En það er breyting sem náði í gegn um kerfið eftir að beiðni hafði verið lögð fram af ungmennaþingi sem haldið var í Reykjavík um árið.

Bankað upp á hjá Þórólfi
Við hvöttum nemendurna í Réttarholtsskóla til að láta í sér heyra ef þau teldu að hægt væri að auka notkun á strætisvagnaþjónustu með því að lækka verðið. Einhver þeirra ræddu um að standa fyrir undirskriftasöfnun og ég hlakka til að sjá hvort þau láta verða af því. Það ætti að vera þeim hvatning að hækkun aldursmarkanna á ungmennamiðum skuli á sínum tíma hafa náðst í gegn í borgarkerfinu. Það ber vott um að íbúalýðræðið sem oft hefur verið nefnt í ræðu og riti sé eitthvað að virka. Borgarstjóri er auk þess væntanlega með hugann við þarfir og athugasemdir borgarbúa eftir fundayfirreið sína um hverfi borgarinnar.

Er skynsamlegt að lækka fargjöldin?
En er þessi umkvörtun tíundu bekkingana þess virði að skoða hana betur? Er kannski þörf á að skoða fargjaldastrúkturinn hjá Strætó í víðara samhengi? Er möguleiki á að fá yngri kynslóðirnar til að nota strætó í auknum mæli? Myndu færri foreldrar skutla börnunum sínum um allt ef það væri t.d. ókeypis í strætó? Yrði mengunin þannig minni? Myndi umferðin minnka? Myndi lausu stæðunum í miðbænum fjölga?
Ef hægt væri að sýna fram á að lækkun eða afnám fargjalda gætu skilað slíkum óbeinum áhrifum til lausnar á öðrum vandamálum í borginni þá er ekki spurning að við þurfum að kanna það. Við erum að kosta miklu fé í að byggja upp almenningssamgöngur. Það hlýtur að vera megin markmið okkar að borgarbúar vilji nýta sér þær.

Ræðum lausnir fyrir borgarbúa
Víða erlendis tíðkast að nemendur í framhalds- og háskólum fái afsláttar- og/eða fríkort í almenningssamgöngur. Við hljótum að vilja að námsmenn geti einbeitt sér að náminu og þurfi ekki að standa undir rekstri bifreiða á meðan. Við þurfum að ræða við hagsmunasamtök námsmanna um leiðir til að létta undir með þeim að þessu leyti. En umfram allt þurfum við að einbeita okkur að því að sníða þjónustuna að þörfum allra borgarbúa. Það er verkefnið sem við tókum að okkur í síðustu borgarstjórnarkosningum og því verðum við að halda áfram.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand