UJR, framsóknarmenn og leikskólamálin

Málefni leikskólanna í Reykjavík hafa talsvert verið til umræðu seinustudaga, en Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins lagðinýverið til að hætt yrði við umdeilda hækkun leikskólagjalda fyrirstúdenta. Þessi kúvending framsóknarmanna í málinu er athyglisverð, þarsem það var einmitt undir forystu framsóknarmannsins ogvaraborgarfulltrúans Þorláks Björnssonar í leikskólaráði, sem ákvörðun umþessa hækkun var tekin á sínum tíma. Málefni leikskólanna í Reykjavík hafa talsvert verið til umræðu seinustu daga, en Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði nýverið til að hætt yrði við umdeilda hækkun leikskólagjalda fyrir stúdenta. Þessi kúvending framsóknarmanna í málinu er athyglisverð, þar sem það var einmitt undir forystu framsóknarmannsins og varaborgarfulltrúans Þorláks Björnssonar í leikskólaráði, sem ákvörðun um þessa hækkun var tekin á sínum tíma.

Sbr. frétt Morgunblaðsins frá 30. október 2004:

Þorlákur [Björnsson formaður leikskólaráðs og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins] segir ástæðuna fyrir niðurfellingu gjaldflokksins vera breytingar á lánareglum LÍN þar sem tekjutenging maka hefur verið afnumin, þ.e. ef annar aðilinn í sambúð sé í námi á meðan hinn hefur fullar tekjur. ,,Úr því að það er búið að leiðrétta þetta misvægi hjá Lánasjóðnum, sem á að standa undir framfærslu námsmanna, þá fannst okkur ekki eðlilegt að þetta sé hluti af okkar gjaldskrá og felldum þennan flokk niður. Úr því að forsendur fyrir breytingu voru dottnar niður þá hljótum við að bregðast við og breyta því hjá okkur,” segir Þorlákur. Í tilkynningunni kemur fram að námsmenn séu ekki sá einsleiti hópur sem hann hafi verið fyrir nokkrum árum. Því sé talið að það fé sem varið er til niðurgreiðslu leikskólagöngu barna nýtist betur með fækkun gjaldflokka.

Allt tal um að ákvörðun þessi hafi verið sérstakt keppikefli Samfylkingarinnar, svo sem lesa má út úr ályktunum ungra framsóknarmanna um þetta efni, kemur því úr hörðustu átt og er hér með vísað rakleiðis til föðurhúsanna.

Að sama skapi hljóta Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík þó að fagna því að framsóknarmenn skuli hafa séð að sér – og að þeir skuli nú draga þessa vondu hugmynd sína til baka. Vonandi er að þetta verði upphafið að því að framsóknarmenn fari að gera tiltekt í eigin ranni í borgarmálum – ákjósanlegt væri til dæmis að þeir kæmu málum Orkuveitunnar í þokkalegt lag.

UJR hafa annars sent frá sér ýmsar ályktanir á undanförnum misserum þar sem hækkunum á gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur hefur verið mótmælt og er það fagnaðarefni að nú skuli loks tekið mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í þeim ályktunum.

Ályktun stjórnar Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík frá því í byrjun nóvember 2004:
UJR harma fyrirhugaða hækkun leikskólagjalda
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma tillögu leikskólaráðs um að hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 42% á fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi.

UJR minna á að samþykkt var á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir um það bil ári að stefna bæri að því að afnema leikskólagjöld í áföngum og byrja á niðurfellingu þeirra vegna 5 ára barna.

Rétt er að benda á að í stefnuskrá R-listans í leikskólamálum segir að fella eigi niður leikskólagjöld fyrir 5 ára nemendur.

Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík finnst að tillaga leikskólaráðs um mikla hækkun leikskólagjalda á suma foreldra sé ekki í anda þessarar stefnu og telja að hún sé skref aftur á bak.

Fleiri ályktunir Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um leikskólamál og dagforeldra:
UJR lýsa yfir mikilli ánægju með fyrirhugaða lækkun leikskólagjalda – 29. mars 2005
UJR vilja ekki að börnum hjá dagforeldrum verði fækkað – 14. mars 2004
UJR harma fyrirhugaða hækkun leikskólagjalda – 22. nóvember 2003

Fyrir hönd stjórnar Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík,
Magnús Már Guðmundsson varaformaður

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand