[Ályktun] Ungir jafnaðarmanna í Reykjavík vilja flugvöllinn úr Vatnmýrinni og hafna málamiðlanatillögum um flugvöll á Lönguskerjum

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, vilja vegna umræðunnar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni árétta fyrri afstöðu sína um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Við óbreytt ástand verður ekki lengur unað því byggðin mun að öðrum kosti halda áfram að þenjast út og þynnast til tjóns fyrir allt borgarsamfélagið. Vatnsmýrin er gríðarlega verðmæt fyrir framtíðarþróun borgarinnar og hægt er að koma mörg þúsund manna íbúðabyggð ásamt ýmiss konar atvinnustarfssemi fyrir á svæðinu sem nú er undirlagt af flugvellinum. Fari flugvöllurinn úr mýrinni má þannig þétta byggðina í Reykjavík verulega og hamla gegn þeim vexti umferðar, sem annars myndi verða. Um leið mun fólk eiga auðveldara með að sinna erindum sínum án þess að nota einkabílinn, miðað við það sem ella yrði. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, vilja vegna umræðunnar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni árétta fyrri afstöðu sína um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Við óbreytt ástand verður ekki lengur unað því byggðin mun að öðrum kosti halda áfram að þenjast út og þynnast til tjóns fyrir allt borgarsamfélagið. Vatnsmýrin er gríðarlega verðmæt fyrir framtíðarþróun borgarinnar og hægt er að koma mörg þúsund manna íbúðabyggð ásamt ýmiss konar atvinnustarfssemi fyrir á svæðinu sem nú er undirlagt af flugvellinum. Fari flugvöllurinn úr mýrinni má þannig þétta byggðina í Reykjavík verulega og hamla gegn þeim vexti umferðar, sem annars myndi verða. Um leið mun fólk eiga auðveldara með að sinna erindum sínum án þess að nota einkabílinn, miðað við það sem ella yrði.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja hagsmuni Reykvíkinga framtíðarinnar vega þyngra en slæmar málamiðlanir stjórnmálamanna dagsins í dag. UJR vilja af þessum sökum að innanlandsflugið fari til Keflavíkur og hafna öllum málmiðlunartillögum líkt og þeim að færa flugvöllinn á Löngusker í Skerjafirði. Fyrst hægt er að reisa flugvöll á skerjunum þá er vel hægt að reisa þar blandaða byggð í náinni framtíð og þá má svæðið ekki vera undirlagt af flugvelli; annars munu Reykvíkingar standa á nákvæmlega sama punkti og þeir gera núna varðandi Vatnsmýrina. Mörg önnur rök mæla gegn byggingu nýs innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu, t.d. mikill stofnkostnaður og meiri rekstrarkostnaður en ef notast yrði við Keflavíkurflugvöll fyrir innanlandsflug. Með því að láta innanlandsflugið flytjast til Keflavíkur má líka losna við þá hávaðamengun og slysahættu sem fylgir flugi í svo mikilli nálægð við byggðina á höfuðborgarsvæðinu.

Nær væri að verja stofnkostnaðinum sem annars færi í nýjan innanlandsflugvöll í að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur t.d. með vegtengingu yfir/undir Skerjafjörð, hugsanlegum göngum frá Álftanesi og að Straumsvík – sem og í að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar alla leið að Leifsstöð.

Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að Samfylkingin bjóði upp á skýran valkost í skipulagsmálum og í málefnum Vatnsmýrarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum og vilja að brottför flugvallarins úr Vatnsmýrinni verði eitt helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar í kosningunum.

Afar brýnt er jafnframt að nú þegar verði hætt þeim bútasaumi sem hefur einkennt skipulagsmál Vatnsmýrarinnar að undanförnu og beðið með frekari vilyrði, lóðaúthlutanir og vegaframkvæmdir þar til heildarskipulag fyrir svæðið allt liggur fyrir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand