UJH mótmælir takmörkun erlendra skákmanna

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði (UJH) og Kátu Biskuparnir, skákdeild UJH, mótmæla þeirri stefnu Skáksambands Íslands að takmarka fjölda erlendra skákmanna. Einstaklingum er meinað að tefla fyrir hönd síns félags einungis vegna þjóðernis þeirra. Þessar reglur standast ekki lög EES og stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði (UJH) og Kátu Biskuparnir, skákdeild UJH, mótmæla þeirri stefnu Skáksambands Íslands að takmarka fjölda erlendra skákmanna. Einstaklingum er meinað að tefla fyrir hönd síns félags einungis vegna þjóðernis þeirra. Þessar reglur standast ekki lög EES og stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu.

Nú um helgina var skákmaður í Skákfélagi Hróksins dæmdur ólöglegur vegna laga Skáksambands Íslands. Það er Skáksambandinu til minnkunar að ráðast á þá skákmenn sem ekki eru með íslenskt ríkisfang eða lögheimili hér á landi.

Síðan Hrókurinn tók til starfa hafa þeir erlendu leikmenn sem tefla fyrir þeirra hönd stóreflt skáklífið og eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í skákinni.

Það er okkar skoðun að Skáksamband Íslands ætti frekar að hvetja til þátttöku erlendra skákmanna og styðja í stað þess að berjast á móti þeim. Markmiðið hlýtur að vera að efla íslenskt skáklíf. Það verður ekki gert með afturhaldssömum lögum eins og þeim sem takmarka fjölda erlendra skákmanna.

UJH skorar á Skáksamband Íslands að endurskoða lög sín hið snarasta og setja aðalfund sem fyrst.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand