Enn meiri öfgar

Nýverið voru haldnar þingkosningar í Sviss. Í gegnum tíðina hafa kosningar í Sviss verið tíðinda litlar sem og stjórnmál landsins. Frá árinu 1959 hafa sömu fjórir flokkar myndað ríkisstjórn í landinu og skipt milli sín sjö ráðherraembættum, en gjarnan er talað um ,,Töfra formúluna” í þessu sambandi. Lengstum hafa þrír stærstu flokkarnir haft tvo ráðherrastóla og fjórði flokkurinn einn. Á seinasta kjörtímabili höfðu flokkarnir 80.7% þingsæta að baki sér. Í kosningunum um seinustu helgi bætti Svissneski þjóðarflokkurinn, sem er öfgasinnaður hægri flokkur, talsverðu fylgi við sig og er í dag stærsti flokkurinn á þinginu. Nýverið voru haldnar þing- kosningar í Sviss. Í gegnum tíðina hafa kosningar í Sviss verið tíðindalitlar sem og stjórnmál landsins. Frá árinu 1959 hafa sömu fjórir flokkar myndað ríkisstjórn í landinu og skipt milli sín sjö ráðherraembættum, en gjarnan er talað um ,,Töfra formúluna” í þessu sambandi. Lengstum hafa þrír stærstu flokkarnir haft tvo ráðherrastóla og fjórði flokkurinn einn. Á seinasta kjörtímabili höfðu flokkarnir 80.7% þingsæta að baki sér. Í kosningunum um seinustu helgi bætti Svissneski þjóðarflokkurinn, sem er öfgasinnaður hægri flokkur, talsverðu fylgi við sig og er í dag stærsti flokkurinn á þinginu.

Tíðindalítil stjórnmál
Eins og ég skýrði frá hér að ofan hafa svissnesk stjórnmál seinustu áratugi verið harla óspennandi og sama ríkisstjórn verið við völd í yfir 40 ár. Stjórnarandstæðan hefur verið afar veik og það er helst að flokkur Græningja (GPS), sem bauð fyrst fram 1975, hafi bætt við sig fylgi seinustu ár og er í dag fimmti stærsti flokkurinn með 7,4% atkvæða. Í Sviss eru þjóðaratkvæðagreiðslur algengar og ekki þarf mikinn fjölda undirskrifta til að mál séu borin undir þjóðaratkvæði. Fyrir vikið hefur þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslum verið afar dræm. Þetta tvennt, þ.e.a.s. að sama stjórn hefur verið við völd í yfir 40 ár o tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur, er m.a. það sem hefur gert það að verkum að þátttaka í þingkosningum er heldur lítil í Sviss og í seinustu þingkosningum var hún rúmlega 45%. Þingið í Sviss skiptist í tvær deildir, efri og neðri deild, og var kosið í þá neðri um seinustu helgi, en kjörtímabilið er fjögur ár. Í neðri deildinni sitja 200 þingmenn og 46 í þeirri efri.

Úrslit þingkosninganna
Svissneski þjóðarflokkurinn (SVP) hlaut rúm 27% atkvæða og bætti við sig ellefu þingsætum og hefur eftir kosningarnar 55. Sósíaldemókratar (SP) bættu lítillega við sig og fengu tæplega 24% og 52 þingmenn, en flokkurinn var áður með 51. Frjálslyndir demókratar (FDP), sem er miðhægri flokkur, tapaði 7 þingsætum og hlaut 17% fylgi. Fjórði ríkisstjórnarflokkurinn, Kristilegir demókratar (CVP), tapaði einnig þingmönnum og hlaut 26. Stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, Græningjar (GSP), bætti við sig rúmum 2,5% atkvæða og þingmönnum flokksins fjölgaði úr níu í þrettán.

Kosningabarátta SVP
Kosningabarátta Svissneska þjóðarflokksins byggðist af miklu leiti á meintum ótta Svisslendinga gagnvart innflytjendum og Evrópusambandinu og evrópusamvinnu. Einn ötulasti talsmaður flokksins er milljónamæringurinn Christohp Blocher. Hann var fyrst kjörinn á sambandsþing Bern fyrir rúmum 25 árum, en hann varð ekki þjóðþekktur fyrir en í baráttunni gegn aðild Sviss að EES. Blocher var einn af talsmönnum samtaka sem börðust gegn aðildinni sem Svisslendingar feldu í þjóðaratkvæðagreiðslu í lok árs 1992. Samtökin börðust einnig gegn aðild Sviss að Sameinuðu þjóðunum, en ekki er langt síðan að landið gerðist aðili að SÞ. Blocher hefur aldrei verið kosinn til forystu í flokknum, en flokkurinn hefur engu að síður tilnefnt Blocher sem annað ráðherraefni sitt í næstu ríkisstjórn Sviss. Forystumenn hinna flokkanna þriggja hafa ekki tekið vel í þá hugmynd.

Að lokum…
Kosningasigur Svissneska þjóðarflokksins kemur ekki á óvart miðað við það sem á undan hefur gengið í þingkosningum víða í Evrópu seinustu ár. Hægriöfgaflokkar sem byggja málflutning sinn að miklu leiti á því að gera innflytjendur tortryggilega og ala þannig á fordómum – kynþáttafordómum – hafa styrkst. Nærtæk dæmi eru slíkir flokkar á Norðurlöndunum, Frelsisflokkur Jörg Haiders í Austurríki, flokkur Pim Fortuyn í Hollandi og Þjóðfylking Jean-Marie Le Pen í Frakklandi.

Með kosningunum í Sviss sést að einstaklingar og flokkar sem spila á þjóðerniskennd og ala á fordómum í garða innflytjenda hafa því miður alltof mikinn stuðning. Á móti kemur að hægt er að benda á að sumum þessa flokka virðist fatast flugið fljótlega eftir kosningasigra þeirra. Þannig tapaði Frelsisflokkur Haiders umtalsverðu fylgi í héraðskosningum í Austurríki nýverið og flokkur Fortuyns galt afhroð í þingkosningunum sem voru haldnar fyrr á þessu ári í Hollandi – aðeins ári eftir stórsigur flokksins. Það er ekki hægt að segja annað en að það er hið besta mál.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand