Góðar fréttir frá RÚV

Ég er ekki sammála því að Markús Örn megi ekki hafa skoðanir. Honum má að sjálfsögðu finnast Spegilinn vera leiðinlegt útvarpsefni alveg eins og mér finnst „Maður er nefndur“ leiðinlegt sjónvarpsefni. Það eru okkar eigin skoðanir. Það að útvarpsstjóri skuli hins vegar þurfa að setja þær fram í pósti á þennan hátt er að sumu leyti fagnaðarefni. Það bendir nefnilega til þess að hann veigri sér við að reyna að hafa bein áhrif á dagskrárgerðarmennina með því að kalla þá á teppið eða ýta þættinum út úr dagskránni. Það þykja mér góðar fréttir. Bréfaskriftir Markúsar Arnar Antonssonar, útvarpsstjóra, til nokkurra undirmanna sinna þar sem hann lýsir á ansi frjálslegan hátt skoðunum sínum á meintum stjórnmálaskoðunum umsjónarmanna fréttaskýringaþáttarins Spegilsins, ollu nokkru uppnámi nýlega.

Það er gott að leki þessa „prívat“ bréfs hafi ollið slíku uppnámi. Það er til vitnis um að menn séu varir um sig gagnvart hvers kyns skoðanakúgun. Ég met skoðanafrelsið mikils. Umræðan er því að mínu mati góð en innihald hennar er við nánari skoðun kannski ekki jafn gott.

Skoðanir skaða engann
Ég er ekki sammála því að Markús Örn megi ekki hafa skoðanir. Honum má að sjálfsögðu finnast Spegilinn vera leiðinlegt útvarpsefni alveg eins og mér finnst „Maður er nefndur“ leiðinlegt sjónvarpsefni. Það eru okkar eigin skoðanir. Það að útvarpsstjóri skuli hins vegar þurfa að setja þær fram í pósti á þennan hátt er að sumu leyti fagnaðarefni. Það bendir nefnilega til þess að hann veigri sér við að reyna að hafa bein áhrif á dagskrárgerðarmennina með því að kalla þá á teppið eða ýta þættinum út úr dagskránni. Það þykja mér góðar fréttir.

Hlustendur eru sjálfir dómbærir
Enda kæmu slíkar aðferðir mönnum fljótt í koll. Það er ekki hægt að vernda okkur frá öðrum sjónarhornum en þeim sem ákveðnir menn telja að séu „rétt“ matreidd. Við höfum netið, erlend tímarit og blöð og það hefur sannað sig að ómálefnalegur og litaður fréttaflutningur selur einfaldlega ekki vel. Nýlegt dæmi af fréttastöfu Stöðvar 2 sýnir þvert á móti hvernig tilraunir til að hafa áhrif á efnistök fjölmiðlamanna geta snúist upp í andhverfu sína þar sem hinn annarlegi tilgangur er afhjúpaður og málstaðurinn sem átti að standa vörð um skaðast á endanum enn meira en efni stóðu til.

Flestir sýna fagmennsku
Þrátt fyrir að sumar ráðningar í stöður yfirmanna á RÚV hafi á undanförnum árum verið bendlaðar við pólitík þá hefur ekki verið hægt að benda á nein augljós dæmi um að reynt hafi verið að hafa áhrif á dagskrárgerð og vinnslu frétta. Á fréttastofu útvarps virðast almennt ríkja mjög fagleg vinnubrögð og ekki síst hefur Spegillinn verið dæmi um afburða fagmennsku. Það þýðir ekki að ekki megi greina að umsjónarmenn hans hafi sjálfir skoðanir. Þeir eru samt jafnan málefnalegir. Sem er nóg til að hinn gagnrýni hlustandi geti tekið afstöðu til umfjöllunarefnisins. Ef að í Speglinum færi fram einhver sérstök þjónkun við ákveðin öfl eða hann væri vettvangur neikvæðs áróðurs þá myndu fáir hlusta.

Spegillinn á samtengdum rásum
Það eru því flestir sammála um að Spegillinn eigi að fá að halda áfram göngu sinni. Yfirmenn virðast þrátt fyrir þessar skoðanir Markúsar vera meðvitaðir um gæði og vinsældir þáttarins ef marka má fregnir um ástæður þess að útsendingar svæðisútvarpsstöðvanna voru fluttar frá 18:30 til 17:30. En það ku m.a. vera til þess að hlustendur á landsbyggðinni þyrftu ekki að skipta yfir á Rás 1 til að geta hlustað á Spegilinn með íbúum höfuðborgarsvæðisins.

Hvar eru frjálshyggjumenn þegar svona stendur á?
Verri fréttir þykja mér vera þær að Ríkisútvarpið skuli ætli að aðstoða Skjá 1 fjárhagslega við að yfirbjóða sjónvarpsstöðina Sýn í uppboði á réttinum til að sýna frá ensku knattspyrnunni. Þótt mér hafi fundist súrt að missa enska boltann frá Bjarna Fel á sínum tíma þá verður að segjast eins og er að þeir Sýnar-menn hafa staðið sig hreint frábærlega í að þróa og auka þjónustuna við knattspyrnuáhugamenn. Nokkuð sem RÚV hefði átt erfitt með að gera með aðeins einni sjónvarpsrás.

Það er líka bara ekki hægt að taka það af mönnum sem þeir náð til sín á heiðarlegan hátt í því sem verður að teljast fyrirfram ójafn slagur við sjálft ríkisvaldið. Það eru einfaldlega takmörk fyrir því hvað menn geta leyft sér að nota skattfé í og að blanda sér í eðlilega samkeppni með þessum hætti er ekki eitt af því.

Ef Skjár 1 vill enska boltann þá geta þeir keppt við Sýn einir og óstuddir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand