Uj með opinn fund um atvinnumál ungs fólks

Ungir jafnaðarmenn boða til opins fundar um atvinnumál ungs fólks í kvöld, þriðjudagskvöld. Fundurinn er haldin að Hallveigarstíg 1. Gestur fundarins verður Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.

Ungir jafnaðarmenn boða til opins fundar um atvinnumál ungs fólks í kvöld, þriðjudagskvöld. Fundurinn er haldin að Hallveigarstíg 1.

Húsið opnar kl. 19:30 og hefst fundurinn kl. 20:00.

Fjallað verður um aðgerðir stjórnvalda til að takast á við atvinnuleysi meðal ungs fólks:

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, mun fjalla um áætlun og markmið stjórnvalda í uppbyggingu fjölbreyttra tækifæra fyrir ungt fólk án atvinnu.

Lárus Rögnvaldur Haraldsson, atvinnuráðgjafi, fjallar um ástandið í atvinnumálum ungs fólks, þau vandamál sem þegar hafa komið upp og mikilvægt er að fyrirbyggja, og þeirra úrbóta sem er þörf.

Að loknum framsöguerindum svara gestir spurningum úr sal og taka þátt í umræðum.

Allir velkomnir!
Ungir jafnaðarmenn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand