Uj með fundi um málefni ungs fólks

Ungir jafnaðarmenn héldu fundi í síðustu viku og í þessari, þar sem málefni ungs fólks voru í brennidepli.

Fimmtudaginn 18. febrúar var haldinn fundum um æskulýðsmál, þar sem Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður Æskulýðsráðs, fjallaði um hlutverk æskulýðsráðs og stefnu stjórnvalda í æskulýðsmálum. Sömuleiðis var Sindri Snær Einarsson, varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga, með erindi og fjallaði hann um mikilvægi æskulýðsmála fyrir ungt fólk og þörfina fyrir heildstæða endurskoðun á æskulýðsmálum í víðu samhengi, mikilvægi þess að auka þátttöku ungs fólks sem og aðkomu þess að ákvarðanatöku um sín málefni.

Þriðjudaginn 23. febrúar var svo haldinn fundur um atvinnumál ungs fólks, þar sem framsögumenn voru Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Lárus Rögnvaldur Haraldsson, atvinnuráðgjafi.

Árni Páll fjallaði þar um áætlun og markmið stjórnvalda í uppbyggingu fjölbreyttra tækifæra fyrir ungt fólk án atvinnu. Stefna stjórnvalda væri sú að láta ekki líða meira en 3 mánuði frá því að einstaklingur missi vinnu þar til að vinnumarkaðsúrræði standi til boða. Atvinnuráðgjöfum hafi verið fjölgað mikið sem hluti af átaki fyrir ungt fólk. Lagði Árni áherslu á að ástandið í atvinnumálum ungs fólks væri ekki nýtt af nálinni, heldur hefði þessi málaflokkur verið falin í því óeðlilega atvinnuástandi sem hefði ríkt hér á árum áður. Brýnt væri því að koma fólki aftur til virkni.

Lárus Rögnvaldur fór yfir ástandið í atvinnumálum ungs fólks, þau vandamál sem hafi rekið á hans daga og mikilvægt væri að fyrirbyggja. Taldi Lárus stjórnvöld á réttri leið sem sinni áherslu á þessi mál, sem hefðu setið á hakanum á góðæristímanum og ekki verið sinnt sem skildi. Mikilvægt væri að ná tökum á þessum vanda og í reynd mætti segja að árangur stjórnvalda í þessum málaflokki væri sá mælikvarði sem mestu skipti í vegferð Íslendinga í átt til endurreisnar.

Báðir fundirnir tókust vel og var mætingin góð með líflegum umræðum í lokin. Ungir jafnaðarmenn hafa ekki lokið sinni fundarherferð um málefni ungs fólks, en stefnt er á fund um menntamál sem verður auglýstur síðar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand