Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að námslán fyrir næsta skólaár hækki. Lánin eru lág fyrir og bólgnuðu ekki út í góðærinu. Núverandi námslánakerfi gerir að verkum að margir stúdentar hafa treyst á vinnu með skóla eða hjálp frá fjölskyldum til að eiga fyrir salti í grautinn. Á tímum atvinnuleysis er ekki lengur hægt að treysta á þennan stuðning.
Kjör stúdenta eru orðin það slæm að atvinnuleysisbætur eru mun vænlegri kostur en námslán. Bæturnar eru meira en 50% hærri en lánin. Þegar lánin eru svo lág að ómögulegt er að lifa á þeim, hefur fólk ekki val um að stunda nám. Um 15.000 manns eru nú á atvinnuleysisbótum, en um 13.500 taka námslán. Það er dýrara fyrir þjóðfélagið að borga atvinnuleysisbætur en að borga hærri námslán.
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna má ekki vega að grunngildum jafnaðarmanna um jafnrétti til náms. Efnahagur má ekki stjórna því hvort fólk hafi tækifæri til þess að feta menntaveginn. Þess vegna skora Ungir jafnaðarmenn á menntamálaráðherra að staðfesta ekki þær úthlutunarreglur sem stjórn LÍN hefur samþykkt.Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að námslán fyrir næsta skólaár hækki. Lánin eru lág fyrir og bólgnuðu ekki út í góðærinu. Núverandi námslánakerfi gerir að verkum að margir stúdentar hafa treyst á vinnu með skóla eða hjálp frá fjölskyldum til að eiga fyrir salti í grautinn. Á tímum atvinnuleysis er ekki lengur hægt að treysta á þennan stuðning.
Kjör stúdenta eru orðin það slæm að atvinnuleysisbætur eru mun vænlegri kostur en námslán. Bæturnar eru meira en 50% hærri en lánin. Þegar lánin eru svo lág að ómögulegt er að lifa á þeim, hefur fólk ekki val um að stunda nám. Um 15.000 manns eru nú á atvinnuleysisbótum, en um 13.500 taka námslán. Það er dýrara fyrir þjóðfélagið að borga atvinnuleysisbætur en að borga hærri námslán.
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna má ekki vega að grunngildum jafnaðarmanna um jafnrétti til náms. Efnahagur má ekki stjórna því hvort fólk hafi tækifæri til þess að feta menntaveginn. Þess vegna skora Ungir jafnaðarmenn á menntamálaráðherra að staðfesta ekki þær úthlutunarreglur sem stjórn LÍN hefur samþykkt.