UJ álykta um ríkisábyrgð Decode Genetics

Ungir jafnaðarmenn vilja að fjármálaráðherra fresti að veita Decode Genetics ríkisábyrgð þangað til ítarlegri upplýsingar um hluta- bréfaviðskipti koma fram Ungir jafnaðarmenn vilja að fjármálaráðherra fresti að veita Decode Genetics ríkisábyrgð þangað til ítarlegri upplýsingar um hlutabréfaviðskipti koma fram

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, vilja staðfestingu fjármálaráðherra á því að 200 milljóna dollara ríkisábyrgð til handa Decode Genetics verði ekki veitt meðan óvissa ríkir um hver fékk 400 milljónir, sem greiddar voru sem þóknun vegna sölu á hlutabréfum í félaginu til íslenskra banka. Ungir jafnaðarmenn efast ekki um að eðlileg skýring sé á málinu en því að sækjast eftir ábyrgð skattgreiðenda á feiknafjárhæðum fylgja miklar skyldur. Þar sem Decode Genetics hefur leitað eftir ríkisábyrgð hefur fyrirtækið jafnframt tekist á hendur auknar skyldur um gegnsæi og ábyrga rekstrarhætti.

Ungir jafnaðarmenn voru og eru reyndar enn mótfallnir því að ríkið gangist í ábyrgð fyrir Decode en fyrst lög um heimild fjármálaráðherra til að gefa fyrirtækinu ríkisábyrgð hafa verið samþykkt á Alþingi er það lágmarkskrafa að það leiki enginn vafi á því að staðið sé rétt að öllum málum innan fyrirtækisins.

Ungir jafnaðarmenn skora því sem fyrr segir á fjármálaráðherra að veita ekki ríkisábyrgðina nema fyrir liggi frekari upplýsingar um þetta efni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið