Tvískinnungur ríkisstjórnarinnar

Hvenær meina menn það sem þeir segja og segja það sem þeir meina? Hvenær er um hreina hagsmuna pólitík að ræða? Gengur eitt yfir alla eða fer það eftir hagsmunum hverju sinni? Er ríkistjórnin alfarið á móti kúgunum og ógnarstjórnum heimsins eða bara þegar það hentar henni? Hvenær meina menn það sem þeir segja og segja það sem þeir meina? Hvenær er um hreina hagsmuna pólitík að ræða? Gengur eitt yfir alla eða fer það eftir hagsmunum hverju sinni? Er ríkistjórnin alfarið á móti kúgunum og ógnarstjórnum heimsins eða bara þegar það hentar henni? Er hægt að taka mark á ráðamönnum sem segjast hafa fulla trú á mætti Sameinuðu þjóðanna en skipa sér svo í hóp þeirra sem gera stofnunina máttlausa með því að sniðganga hana eftir hentugleika? Er tvískinnungurinn hjá ríkistjórninni í utanríkismálum ekki búinn að fylla mælinn? Hversu mörg mótmæli þarf til að fá núverandi ráðherra til þess að hlusta á vilja almennings? Hvenær er hægt að segja að hætt sé að stjórna eftir lýðræðislegum aðferðum? Er það þegar 98% þjóðarinnar segist vera á móti aðgerðum og stefnu ríkistjórnarinnar eða þarf meira til?

Halldór og ákvörðunarvaldið
Utanríkisráðherra hefur löngum þótt fremur undirgefinn í ríkisstjórn Davíðs Oddsonar, þó það sé að einhverju leyti umdeilt. Eitt af þeim atvikum sem rennir stoðum undir þessa kenningu eru stöðugar breytingar á framsögu utanríkisráðherra varðandi Íraksmálið. Í janúar sl. sagði Halldór í sjónvarpsþætti á Stöð 2 að ríkisstjórnin myndi ekki samþykkja árás á Írak nema með samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í fréttaþætti Stöðvar 2 þann 19. mars sl. sagðist Halldór ekki vera alveg sáttur við túlkun Bandaríkjamanna um veru Íslands á þeim 30 ríkja lista sem sagður var styðja Bandaríkin í afvopnum Íraks. Hann sagði m.a.:

„Við höfum til dæmis ekki lofað að taka þátt í þessu eins og Danir og við höfum tekið það skýrt fram við Bandaríkjamenn að það munum við ekki gera og ég er ekki alveg sáttur við það hvernig Bandaríkjamenn túlka þennan lista.“

Á fundi sem haldinn var í Háskóla Íslands, þar sem Halldór kynnti afstöðu sína til árásarinnar á Írak, var ekki annað að heyra á Halldóri en að þetta væri augljóst mál; að við flykktum okkur á bakvið bandamenn. Ráðherrann hefur hvorki reynt að skýra þessa óánægju með túlkun Bandaríkjamanna fyrir þjóðinni né beðið Bandaríkjamenn að fjarlægja okkur af stuðningsmannalista sínum. Enda kom Davíð fram stuttu eftir umrætt viðtal við Halldór og greindi þjóðinni frá því að það væri enginn ágreiningur á milli þeirra Halldórs. Það er eins og óánægja Halldórs hafi fallið niður við það, í það minnsta talar hann nú óhikandi um að þetta hafi alltaf verið stefna ríkistjórnarinnar að styðja Bandaríkjamenn # þvert á fyrri yfirlýsingar sínar.

Stefna Sjálfstæðisflokksins og öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna
Stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við árás „hinna viljugu þjóða“ á Írak gekk þvert á vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það eitt að skipa sér í hóp þeirra sem virða öryggisráðið að vettugi hlýtur að benda til þess að ríki sem það gera treysta öryggisráðinu ekki til þess að finna rétta og skynsama lausn á málum eins og deilunum við Írak. Það er þó áhugavert að í nýsamþykktri ályktun um utanríkismál á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins nú um helgina kemur fram:

„Sameinuðu þjóðirnar hafa frá stofnun samtakanna verið öflugur málsvari friðar og samvinnu þjóða í heiminum. Starfið á vettvangi þeirra er ein megin stoð utanríkisstefnu Íslendinga og mikilvægt að Íslendingar taki fullan þátt í starfi S.þ. Sjálfstæðisflokkurinn styður því þá stefnu Íslands að þjóðin taki sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.“

Ennfremur kemur fram að:

„Miklu skiptir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fylgi fast eftir stefnu sinni og ályktunum. Trúverðugleiki þess og þar með Sameinuðu þjóðanna byggir á því að ráðinu takist að rækja hlutverk sitt á fullnægjandi hátt og ber því að leggja áherslu á að flýta skipulagsbreytingum sem stuðlað geta að þessu.“

Þessi yfirlýsing Sjálfstæðisflokksins gengur í berhögg við framkvæmdir þeirra, þar sem þeir flykkja sér á bak við Bandaríkin og Bretland í árásum þeirra á Írak. Jafnframt segir í ályktuninni eftirfarandi:

„Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að skipa Íslandi í hóp þeirra ríkja sem styðja frelsun Íraks.“

Er þá tvískinnungurinn sá að þeir vilja vera með í öryggisráðinu en þeir muni þó fylgja Bandaríkjunum í þeirra utanríkisstefnu óumbeðnir? Einhver áhrif hlýtur það að hafa á umsókn Íslands að öryggisráðinu þegar nýlega hafa stjórnarherrar þess sniðgengið ráðið. Það getur varla talið trúverðugt að vilja sitja í því öryggisráði sem ríkisstjórn landsins var einmitt að sniðganga.

Bara Jón eða er það séra Jón?
Á undanförnum dögum hafa ráðherrar ríkistjórnarinnar fordæmt einræðisherra ríkja heims og þann harmleik sem ógnarstjórnir þeirra valda saklausum borgurum í þeim löndum. En það virðist þó vera tilviljunarkennt hver er slæmur og hver ekki # allt eftir því hvaða dagur er. Ekki fyrir svo löngu síðan var haldið heljarinnar teboð hér á landi fyrir einmitt einn af þessum fordæmdu einræðisherrum og allt var í boði stjórnvalda og skattgreiðenda landsins # þvert á vilja þjóðarinnar. Gengið var svo langt í gestrisninni að öðrum „boðflennum“ var bolað burt svo þeir trufluðu nú ekki forseta Kína. Forsetinn sem þoldi ekki að sjá gult, fékk óskum sínum uppfyllt þó sumum landsmönnum þætti að stjórnarhættir kínverska forsetans hefðu fylgt honum í farteskinu og verið tekið upp hér á meðan á dvöl hans stóð. Jú, það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón. Það efast enginn um að Saddam sé ægilegur stjórnandi en fæstir efast líka um Jeng Zemin sé það ekki. Hvar dregur ríkisstjórn Íslands mörkin, er það ef til vill á sama stað og utanríkisráðherra Bandaríkjanna dregur mörkin eða eru þau jafnvel bara á reiki og fara eftir hentuleika hverju sinni?

Það bíður stórt og mikilvægt verkefni næstu ríkistjórnar í utanríkismálum. Það þarf að bæta trúverðugleika þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Vonandi komumst við einhvern tíma á það stig að vilji þjóðarinnar í utanríkismálum, sem og í öðrum málum, sé í takt við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Það getur ekki verið núverandi ríkisstjórn til framdráttar að á tæpu ári hafa verið mörg öflug mótmæli vegna þeirra stefnu sem ríkisstjórnin hefur tekið í utanríkismálum. Í lýðræðisríki þarf að efla ráðherraábyrgð svo og traust þjóðarinnar til þeirra sem hún kýs yfir sig. Traust þetta þarf að endurspegla vilja þjóðarinnar en ekki vilja ríkisstjórna Bandaríkjanna eða Bretlands. Svo ég vitni í ræðu Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðisflokksins „oft var þörf, en nú er nauðsyn“ til að skipta um ríkisstjórn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand