Nú er rúmlega vika síðan stríðið í Írak hófst með árásum Bandaríkjamanna og Breta á Bagdad. Á þessari tæpu viku hefur margt gerst og sjálfur hef ég reynt að fylgjast með gangi máli. Það hef ég að mestu gert í gegnum netið sem og útsendingar BBC í Ríkissjónvarpinu á daginn. Það vakti fljótlega athygli mínu hversu fréttaflutningurinn af stríðinu er breytilegur og það hversu mikið ósamræmi er í honum. Ennfremur segja kunnugir að fréttaflutningur annarsvegar bandarísku sjónvarpsstöðvanna og hinsvegar hinar bresku BBC væri gjörólíkur. Hér eru nokkur dæmi um misræmi í fréttaflutningi af stríðinu: Nú er rúmlega vika síðan stríðið í Írak hófst með árásum Bandaríkjamanna og Breta á Bagdad. Á þessari tæpu viku hefur margt gerst og sjálfur hef ég reynt að fylgjast með gangi máli. Það hef ég að mestu gert í gegnum netið sem og útsendingar BBC í Ríkissjónvarpinu á daginn. Það vakti fljótlega athygli mínu hversu fréttaflutningurinn af stríðinu er breytilegur og það hversu mikið ósamræmi er í honum. Ennfremur segja kunnugir að fréttaflutningur annarsvegar bandarísku sjónvarpsstöðvanna og hinsvegar hinar bresku BBC væri gjörólíkur. Hér eru nokkur dæmi um misræmi í fréttaflutningi af stríðinu:
Daginn áður en stríðið hófst bárust þær fréttir frá Írak að aðstoðarforsætisráðherra landsins, Tareq Aziz, hefði flúið land. Annað kom á daginn og Aziz birtist á blaðamannafundi síðar um daginn í Bagdad.
Fyrstu árásir Bandaríkjamanna og Breta miðuðust við að fella Saddam og nánustu samstarfsmenn hans. Í kjölfarið bárust fréttir að Íraksstjórn væri óstarfhæf og að Saddam og synir hans hefðu særst í árásunum. Þegar líða tók á fimmtudaginn bárust þær fréttir að Saddam hefði ekki aðeins særst heldur farist í þessari fyrstu árásahrynu bandamanna. Á föstudaginn bárust ennfremur þær fréttir að hluti Íraksstjórnar væri að gefast upp. Fréttir af falli Saddams voru heldur ýktar þar sem hann ávarpaði þjóð sína fljótlega eftir að þessar fréttir bárust.
Fréttir þess efnis að Tyrklandsher væri kominn til Norður-Írak og biði fyrirmæla bárust á föstudaginn og rétt eftir miðnætti að aðfaranótt laugardags birtist eftirfarandi fyrirsögn á mbl.is: ,,Tyrkir senda hersveitir inn í norðurhluta Írak”. Í kjölfarið hótuðu Þjóðverjar aðgerðum ef Tyrkir færu inn fyrir landmæri Íraks. Tyrknesk stjórnvöld báru í kjölfarið fréttir þess efnis að her þeirra hefði farið inn í Írak alfarið til baka.
Á föstudagskvöldið bárust fréttir að ein af herdeildum Íraka, 51. vélaherdeildin, hefði gefist upp. Talað var um að hátt í 8.000 hermenn hefðu gefist upp eða flúið. Á mánudaginn sagði bandaríski hershöfðinginn Tommy Franks, sem stjórnar aðgerðum hersveita bandamanna í Írak, að bandarískar og breskar hersveitir hefðu tekið um 3.000 íraska fanga á síðustu fjórum dögum stríðsins. Eins og sést er þónokkuð misræmi í þessum fréttum.
Talsvert ósamræmi hefur verið í fréttum af gangi máli í borgunum Umm Qasr og Basra. Strax á fimmtudag var talað um að Umm Qasr hafi fallið í hendur breskra hersveita. Á aðfaranótt föstudags bárust þær fréttir að borgin væri við það að falla í hendur Breta. Engu að síður var það ekki fyrir en á þriðjudagsmorgun sem Bretar sögðu borgina vera ,,opna og örugga”. Upp úr miðjum degi á föstudag bárust fréttir þess efnis að Basra, næst stærsta borg Íraks, væri við það að falla í hendur bandamanna. Rétt fyrir hádegi daginn eftir barst frétt þess efnis að bardagar í borginni virtust vera að ljúka. Á mánudaginn barst frétt um að breskir hermenn hefðu hörfað frá borginni og í gær, fimmtudag, munu Írakar hafa gert árás á bandamenn frá Basra. Svo virðist sem Basra sé ekki við það að falla í hendur bandamanna og átökum um borgina langt frá því að vera lokið.
Íraska sjónvarpið birti á mánudaginn frétt þess efnis að Írakar hefðu náð höndum yfir eina af Apache herþyrlum Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn staðfestu stuttu síðar að ein af þyrlum þeirra væri týnd (ég á soldið erfitt með að skilja hvernig er hægt að týna 2.5 milljarða hernaðartóli). Fréttin var fáránleg af því leyti að íraska sjónvarpsstöðin sagði að bóndi einn vopnaður riffli hefði skotið þyrluna niður.
Ástæðurnar fyrir misræmi í fréttaflutingnum af stríðinu eru eflaust nokkrar. Ein af þeim er sú staðreynd að bandamenn annarsvegar og hinsvegar Írakar eiga í stríði sem byggist að miklu leiti á áróðri. Báðir aðilar beita áróðri sem er m.a. ætlað að lama baráttuþrek hermanna og hafa áhrif almenningsálit jarðarbúa. Írakar sögðu til að mynda fljótlega eftir að stríðið hófst að fréttaflutningur CNN væri einhliða. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði nýverið að Al Jazeera sjónvarpsstöðin væri „hluti af áróðursvél Íraka“.
Við lifum á gervihnattaöld eins og segir í laginu og nú á dögum er upplýsingaflæðið gífurlega mikið. Fréttastöðvarnar keppast við að vera með nýjustu fréttirnir og svo virðist vera að staðfesting á þeim sé ekki lykilatriði áður en þær eru birtar. Sannleikurinn er sagna bestur, en það er einmitt sannleikurinn sem virðist verða afstæður þegar stríð brýst út.