Tveir og tveir eru fimm!

Hver kannast ekki við hugmyndina um Stóra bróður? Þetta hugtak er oftast nefnt í tengslum við lýsingar á ofsóknaróðum einstaklingum sem halda að verið sé að fylgjast með þeim úr öllum áttum og stjórna þeim. Hugtakinu svipar kannski til þess sem við Íslendingar höfum um Bláu höndina. Stóri bróðir fylgist með þér… Hver kannast ekki við hugmyndina um Stóra bróður? Þetta hugtak er oftast nefnt í tengslum við lýsingar á ofsóknaróðum einstaklingum sem halda að verið sé að fylgjast með þeim úr öllum áttum og stjórna þeim. Hugtakinu svipar kannski til þess sem við Íslendingar höfum um Bláu höndina.

Stóri bróðir fylgist með þér…
Stóri bróðir er upprunninn í einni frægustu dystópíu bókmenntanna, 1984 eftir George Orwell. Bókin er skrifuð árið 1949, rétt eftir Seinni heimstyrjöldina. Þar segir frá samfélagi í framtíðinni (árið 1984) sem er stjórnað af Ensós (enska sósíalistaflokknum) og þar er Stóri bróðir foringinn mikli. Sannleikanum er haganlega komið fyrir í þessu samfélagi í þágu valdhafanna og hugsanalögreglan sér til þess að uppræta þá einstaklinga sem stunda hugrenningarglæpi – þá sem hugsa eitthvað eða framkvæma sem samræmist ekki stefnu Flokksins. Fylgst er með þegnunum út um allt, þeir eru hvergi óhultir fyrir sívökulu auga Stóra bróður, en þeim hefur verið innrætt að stunda tvíhyggju til að koma í veg fyrir slæmar hugsanir gegn flokknum. Dæmi um tvíhyggju eru 3 vígorð Flokksins: „STRÍÐ ER FRIÐUR, FRELSI ER ÁNAUÐ, FÁFRÆÐI ER MÁTTUR.“ Markmið Flokksins er einfalt; að halda völdum.

Ég var búin að vera á leiðinni að lesa þessa bók í mörg ár en var nú loksins að ljúka við hana fyrir helgina. Vissulega er þarna að finna ýkta mynd af alræðissamfélagi, enda sprottin úr ótta þeim sem fylgdi Seinni heimstyrjöldinni og uppgötvun þess hversu langt mennirnir geta gengið í valdníðslu sinni. Samt sem áður átti bókin hjá mér einkennilegan hljómgrunn. Ekki bara er 1984 með eindæmum vel skrifuð bók, heldur fannst mér hún hafa gildi fyrir mig í dag, snerta okkar veruleika. Til dæmis er auðvelt að finna tvíhyggjuslagorðum Flokksins, Stríð er friður og Frelsi er ánauð, stað í umræðu um núverandi stríðsrekstur í Írak. Þar er háð stríð til að tryggja frið (í landi þar sem ekki var stríð) og allt er þetta gert til að frelsa fólk úr ánauð til að gefa því skilyrt frelsi = ánauð.

Lýðræði í þögn
En fyrst og fremst vöknuðu hjá mér við lesturinn spurningar um sannleikann og lýðræðið:

„Flokkurinn sagði, að Eyjaálfa hefði aldrei verið í bandalagi við Evrasíu. Hann, Winston Smith, vissi, að Eyjaálfa hafði verið í bandalagi við Evrasíu fyrir aðeins fjórum árum. En hvar var sú þekking til? Aðeins í meðvitund sjálfs hans, sem hlaut brátt að verða að engu gerð. Og ef allir aðrir gleyptu lygina, sem Flokkurinn lét frá sér fara – ef allar heimildir segðu hið sama – þá mundi lygin verða að sögu og breytast í sannleika. „Sá, er ræður fortíðinni,“ sagði eitt af vígorðum Flokksins, „ræður framtíðinni – sá, sem ræður nútíðinni, ræður fortíðinni.““

Það sem gegnsýrir samfélag aðalsöguhetjunnar í 1984 er þögnin. Sannleikurinn er það sem Flokkurinn segir að sé satt, annað er hugrenningarglæpur. Staðreyndum er breytt eftir hentugleika og „það, sem var satt nú, var satt frá eilífð til eilífðar.“ Söguhetjan hefur engar sannanir í höndunum, hann getur ekki bent á uppsprettu lyginnar eða einu sinni sagt frá því að verið sé að þagga niður atburði í samfélaginu. Ekki frekar en ég eða aðrir geta með góðu móti bent á að verið er að gera slíkt hið sama í íslensku samfélagi – þrátt fyrr að það virðist vera ríkjandi tilfinning hjá fólki að það geti ekki sagt allt sem það vill segja. Það er svona þöggun sem vegur að rótum lýðræðisins – ef að sannleika er skotið til hliðar eða hann falinn getur lýðræðið ómögulega virkað sem skyldi.

Samfélag óðra manna?
Eins og áður sagði lýsir hugtakið um Stóra bróður oftar en ekki ofsóknaræði og þegar engar haldbærar sannanir fyrir kenningum manns eru til staðar er auðvelt að afskrifa þær sem slíkar. Kannski er ég ofsóknararóð og kannski þekki ég bara svona mikið af ofsóknaróðu fólki. En söguhetjan í 1984 var ekki ofsóknaróður maður – hugmyndir hans um lygina og kúgunina reyndust því miður sannar, alræðið var algjört. Og í einhverjum skilningi á ég auðvelt með að samsama mig með honum:

„Niðri á götunni feykti vindurinn rifnu auglýsingunni fram og aftur, og orðið ENSÓS birtist og hvarf til skiptis. Ensós. Hinar helgu meginreglur Ensós. Nýlenska, tvíhyggja, hverfulleiki fortíðarinnar. Honum fannst eins og hann væri á reiki um frumskóg á hafsbotni. …Hann var einn. Fortíðin var dauð, og ekki hægt að gera sér í hugarlund, hvernig framtíðin mundi verða. …Og hvernig gat hann vitað, hvort Flokkurinn mundi ráða að eilífu?“ (23)

Sem betur fer eru kosningar á Íslandi um næstu helgi!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand