Kosningafár

Það virðist heldur lítið komast að hjá öðrum flokkum en að niðra Samfylkinguna, sem er að sjálfsögðu hinn merkasti vísir um sterka stöðu Samfylkingarinnar í samfélaginu. Fólk er ekki að eyða púðri í andstæðing sem ekki er verðugur, enda Samfylkingin annar stærsti flokkur landsins og fer sífellt vaxandi. Nú eru örfáir dagar í kosningar og ef þú ert ekki komin(n) með kosningafiðring í brjóstið þá værirðu væntanlega ekki að lesa þessi orð.
Auglýsingar flokkanna streyma um loftin sem og yfir síður dagblaðanna hver innblásin af sinni sannfæringu. Það er ef til vill eðlilegt að fólk skelli fram sinni túlkun á pólitík fram á nokkuð glannalegan hátt í auglýsingum en öllu leiðinlegra þegar fréttamenn bera augljósa slagsíðu gagnvart hinum og þessum flokknum.
Slagsíðan til hægri
Hver hefur ekki rekist á fréttir um skoðanakannanir með fyrirsögnum á borð við Samfylking stórtapar fylgi og fellur niður um eitt prósentustig á meðan fyrirsagnir eins og Sjálfstæðisflokkurinn mælist tíu prósentustigum undir kjörfylgi og fellur enn virðast fátíðari.

Þá fyndist manni eðlilegt að æfustu flokkshundum yrði haldið frá því að taka viðtöl við frambjóðendur í sjónvarpi, svo ég minnist ekki á ónefndan morgunþátt.

Spænska verði móðurmál Íslendinga
Já, öllum brögðum og klækjum er beitt í kosningaslag. Ég minntist á það áðan að eðlilegt væri að auglýsingar túlki sína sýn á veruleikanum en þó tekur sú túlkun oft út fyrir öll eðlileg mörk. Gott dæmi um slíkt er nýjasta auglýsing Sjálfstæðisflokksins. Þar eru skipaflotar Spánverja og Portúgala og allir sem eiga árar og bala að flykkjast á Íslandsmið vegna þess að Samfylkingin hefur væntanlega „afsalað fullveldi Íslands“ og gengið í stóru grýluna, ESB.

Hræðsla og hryllingur
Svona hræðsluáróður er náttúrulega fyrir neðan allar hellur, sér í lagi þar sem skýrt kemur fram hjá Samfylkingunni að aldrei yrði gengið inn í Evrópusambandið ef því fylgdi afsal miðanna. Enda ekki tilgangur ESB að gleypa í sig litla eyju í norðri með það eitt fyrir augum að rústa hagkerfi hennar, enda ekki sérlega fýsilegt að hafa gjaldþrota sker í togdragi. Reglur ESB leyfa sömuleiðis ekki aðgang allra þjóða að fiskimiðum aðildarríkjanna og það eiga ungir Sjálfstæðismenn að vita ef þeir hafa nennt að kynna sér málin eitthvað.

Skárri en ekkert, ha?
Það virðist heldur lítið komast að hjá öðrum flokkum en að niðra Samfylkinguna, sem er að sjálfsögðu hinn merkasti vísir um sterka stöðu Samfylkingarinnar í samfélaginu. Fólk er ekki að eyða púðri í andstæðing sem ekki er verðugur, enda Samfylkingin annar stærsti flokkur landsins og fer sífellt vaxandi. Flokkur annar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst jafn stór síðan á fyrri hluta síðustu aldar.

It’s now or never…
…söng Elvis konungur og það eru orð með sönnu. Nú er tækifærið. Ef fólk vill breytingar, og það til góða, þá er bara um eitt að ræða. Ekki nóg með að Samfylkingin sé girnilegur kostur fyrir allt jafnaðarfólk í landinu þá er hún eina stjórnmálaaflið í landinu með nægilegt bolmagn til að koma ríkisstjórninni frá.

Kjósum Samfylkinguna á laugardaginn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand