Tveir fyrir einn tilboð

Davíð og HalldórLEIÐARI … heldur minnir okkur á óþægilega staðreynd sem allir íslenskir kjósendur þurfa að hafa í huga fyrir 25. apríl: Þau sem kjósa Framsóknarflokkinn hætta á að við Íslendingar fáum aftur yfir okkur sömu blágrænu ríkisstjórnina og eyðilagði Ísland. 
Davíð og HalldórLEIÐARI Klofningur Framsóknarmanna um Seðlabankafrumvarpið er ekki bara vandræðalegur fyrir Framsókn, heldur minnir okkur á óþægilega staðreynd sem allir íslenskir kjósendur þurfa að hafa í huga fyrir 25. apríl: Þau sem kjósa Framsóknarflokkinn hætta á að við Íslendingar fáum aftur yfir okkur sömu blágrænu ríkisstjórnina og eyðilagði Ísland.

Taktík Sjálfstæðisflokksins er sú að reyna að tala niður Samfylkinguna til að stækka Framsókn á okkar kostnað – Sjálfstæðismenn eru óþreytandi við að mála upp Samfylkinguna sem klofinn flokk. En eins og Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi hefur bent á: Margur heldur mig sig! Sjálfstæðismenn eru klofnir vegna Davíðs Oddssonar, klofnir í Evrópumálunum og stefnulausir í gjaldmiðilsmálum.

20% skuldaafsláttur = 90% húsnæðislán
Hverju á þessi taktík að skila? Jú, Sjálfstæðismenn hljóta að telja það sinn besta kost til að komast í ríkisstjórn aftur eftir kosningar, að ná aftur gamla þægilega meirihlutanum með Framsókn. Gamalkunnug atburðarás gæti verið að fara af stað: Framsókn lofar einhverju upp í ermina á sér sem hljómar lokkandi fyrir kjósendur en er vanhugsað og enginn veit hvernig menn ætla að fjármagna  eða hvaða afleiðingar getur haft. Sjálfstæðisflokkurinn veitir málinu síðan framgang, mögulega gegn betri vitund. Þetta gerðist með 90% íbúðalán á sínum tíma. Svo má spyrja sig hvort 20% afsláttur af öllum skuldum geti ekki komið allt of vel þeim sem skulda mikið en eiga miklar eignir á móti. Við höfum ekki efni á að eyða peningum ríkisins núna nema með því að forgangsraða í þágu þeirra sem standa verst. Það er JÓbama-stjórnin að gera.

Já, við getum það!
Grunnurinn sem við þurfum að byggja á næsta kjörtímabili er of dýrmætur til að verða byggður á sandi gjaldþrota nýfrjálshyggju og sérhagsmunastefnu Sjálfstæðisflokksins eða örvæntingarfullum kosningaloforðum Framsóknarflokksins.

Jafnaðarstefnan þarf að fá að ráða förinni núna. Við endursköpum atvinnulífið og byggjum það á frjálsu markaðshagkerfi en gerum markaðinn að þjóni í staðinn fyrir konung. Samhliða stuðlum við að meiri jöfnuði þjóðfélagshópa sem blágræna ríkisstjórnin vann gegn. Við gerum Ísland að stað þar sem fólk fær sömu tækifæri, ekki bara í orði heldur á borði. Við höfum fyrirmyndina í hinum Norðurlöndunum þar sem jafnaðarmenn lögðu grunninn. Þess vegna eru það sterkustu samfélögin sem þola áföll best. Þannig Ísland vil ég.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand