Ný stjórn Uglu

FRÉTT Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Uglu – ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum sem var haldinn fimmtudaginn 26. febrúar. Nýr formaður Uglu er Hjörtur Guðbjartssom sem tók við af Hilmari Kristinssyni.
FRÉTT Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Uglu – ungra jafnaðarmanna á Suðurnejum sem var haldinn fimmtudaginn 26. febrúar. Nýr formaður Uglu er Hjörtur Guðbjartssom sem tók við af Hilmari Kristinssyni.

Á fundinum var ný heimasíða Uglu tekin í notkun og er vefslóðin ugla.uj.is. Við sama tækifæri var einnig nýtt merki Uglu kynnt sem hannað var í framhaldi af því að félagið tók upp nafnið Ugla á aðalfundi árið 2008. Heimasíðu félagsins hannaði Guðlaugur Kr. Jörundsson en merki félagsins hannaði Gústaf Adolf Bergmann Sigurbjörnsson.

Á fundinn mættu góðir gestir. Steindór Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna kynnti málþingið Ég er jafnaðarmaður sem Ungir jafnaðarmenn halda 7. mars. Sveindís Valdimarsdótti bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ ávarpaði einnig fundinn.

Frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar voru margir mættir og héldu nokkrir þeirra erindi. Björgvin G. Sigurðsson, Skúli Thoroddsen, Þóra Þórarinsdóttri, Róbert Marshall, Árni Rúnar Þorvaldsson og Hilmar Kristisnsson héldu stuttar ræður auk þess sem Oddný Harðardóttir sendi fundargestum kveðju sem var lesin á fundinum.

Í lok fundar var fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Benóný Harðarsyni, Katrínu Pétursdóttur og  Kristínu Magnúsdóttur, þökkuð vel unnin störf í stjórn Uglu.

Stjórn Uglu skipa nú:

Hjörtur Guðbjartsson, formaður
Ingibjörg Hanna Hallgrímsdóttir, varaformaður
Íris Jónsdóttir Thordersen, ritari
Svavar Grétarsson, gjaldkeri

Sema Erla Serdar, ritstjóri

Ásta Björk Eiríksdóttir, meðstjórnandi

Guðlaug Finnsdóttir, meðstjórnandi

Heiða Björg Árnadóttir, meðstjórnandi
Hilmar Kristinsson, meðstjórnandi
Róbert Jóhannsson, meðstjórnandi

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið