Tryggjum góð kjör sjómanna

Sjómenn vinna afskaplega gott starf í þágu íslensku þjóðarinnar og eru fáar starfsstéttir jafnómissandi fyrir þjóðarbúið. Samt tel ég ekki réttlætanlegt að sjómenn fái sérstakan skattafslátt umfram aðra þjóðfélagsþegna, sjómannaafslátt, sem nemur nú rúmum milljarði króna á ári. Því tel ég mikilvægt að samkomulag náist um það í sátt við sjómenn og útgerðarmenn að afslátturinn falli niður, þó án þess að kjör sjómanna rýrni fyrir vikið. Sjómenn vinna afskaplega gott starf í þágu íslensku þjóðarinnar og eru fáar starfsstéttir jafnómissandi fyrir þjóðarbúið. Samt tel ég ekki réttlætanlegt að sjómenn fái sérstakan skattafslátt umfram aðra þjóðfélagsþegna, sjómannaafslátt, sem nemur nú rúmum milljarði króna á ári. Því tel ég mikilvægt að samkomulag náist um það í sátt við sjómenn og útgerðarmenn að afslátturinn falli niður, þó án þess að kjör sjómanna rýrni fyrir vikið.

Sama kerfið fyrir alla
Rökin fyrir því að fella niður sjómannaafslátt eru af mörgum toga, en hæst ber tvenn. Í fyrra lagi má nefna að æskilegt er að skattkerfið sé með sem fæstum undanþágum, helst engum – reglur þess séu almennar og gangi jafnt yfir alla. Sjómannaafslátturinn er í andstöðu við þessa grunnhugmynd skattkerfisins – hann er í raun endurgreiðsla á skatti sjómönnum einum til handa. Raunar hafa sumir fræðimenn talið á mörkunum að afslátturinn stæðist stjórnarskrá Íslands. Í seinna lagi verður að teljast óheppilegt að ríkið greiði niður launakostnað fyrirtækja. Í þessu tilviki þurfa útgerðarmenn að borga sjómönnum lægri laun en ella, vegna þess að ríkið tekur þátt í launakostnaðinum í formi sjómannaafsláttar.

Mikilvægt að kjör sjómanna rýrni ekki
Það er að sjálfsögðu óviðunandi að kjör sjómanna rýrni, þótt sjómannaafsláttur verði felldur niður. Til þess að tryggja að sjómenn komi að minnsta kosti út á sléttu, þarf að nást samkomulag um að útgerðin taki aukinn launakostnað vegna sjómanna á sig – þess vegna gæti hún greitt sjómönnum launauppbót eftir sömu reglum og gilda um sjómannaafsláttinn í dag.

Til að niðurfelling afsláttarins hafi sem minnst áhrif á stöðu útgerða er mikilvægt að farið verði hægt í sakirnar og afslátturinn lækkaður um 10-20% á ári uns hann er úr sögunni. Best er líka að niðurfelling sjómannaafsláttar fari fram um svipað leyti og uppgangur er í sjávarútvegi og þegar hin almenna tekjuskattsprósenta er að fara að lækka. Hvorttveggja fer saman um þessar mundir, að sögn stjórnvalda, og því virðist kjörið að fara að hugsa sér til hreyfings í þessum efnum nú.

Tekjuauki notaður í skattalækkanir
Miklu skiptir að þeir peningar sem eftir verða í ríkiskassanum vegna niðurfellingar sjómannaafsláttar fari ekki í ríkishítina, heldur verði þeim varið til að lækka álögur á almenning. Þannig má hugsa sér að í stað sjómannaafsláttarins verði tekjuskattur eða leikskólagjöld lækkuð. En fyrir mestu er þó að íslenska þjóðin haldi áfram að bera virðingu fyrir þeirri merku stétt sem hefur löngum skapað, og mun áfram halda að skapa, drjúgan hluta gjaldeyristeknanna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand