Dýr brandari

Um það bil 4% af vinnuafli á Íslandi vinnur við landbúnað. Sérstakt ráðuneyti sem kostar skattgreiðendur 12 þúsund milljónir á ári er starfrækt í kringum landbúnað. Bændur eru þrátt fyrir þetta ein fátækasta stétt landsins, sem sætir furðu þegar slíkar fjárhæðir fara í að einmitt styrkja þessa starfsgrein umfram aðrar. En skoðum nú aðeins í hvað þessar 12 þúsund milljónir fara í. Um það bil 4% af vinnuafli á Íslandi vinnur við landbúnað. Sérstakt ráðuneyti sem kostar skattgreiðendur 12 þúsund milljónir á ári er starfrækt í kringum landbúnað. Bændur eru þrátt fyrir þetta ein fátækasta stétt landsins, sem sætir furðu þegar slíkar fjárhæðir fara í að einmitt styrkja þessa starfsgrein umfram aðrar. En skoðum nú aðeins í hvað þessar 12 þúsund milljónir fara í.

1. Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu = 4420 milljónir ikr.
2. Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu = 2610 milljónir ikr
3. Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu = 280 milljónir ikr
4. Greiðslur til Bændasamtaka Íslands = 420,7 milljónir ikr
5. Greiðslur í ýmsa sjóði landbúnaðarins = 1232,7 milljónir kr

Þegar undirliðir eru skoðaðir þá er engu líkara en brandarakall hafi samið þá en hér dæmi um nokkra góða.

1. Álagsgreiðslur vegna gæðastýringar = 283 milljónir ikr
2. Niðurgreiðslur á ull = 261 milljón ikr
3. Fagmennska í sauðfjárrækt = 42 milljónir ikr

Ráðuneyti Bændasamtaka Íslands!
Bændasamtök Íslands fá 420 milljónir frá ríkissjóði á meðan 383,9 milljónum er varið í háskóla- og rannsóknarstarfssemi. Höfum í huga að Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök sem kosta skattgreiðendur tvöfalt meira en rekstur landbúnaðarráðuneytisins. Maður hlýtur því að spyrja hver úthlutar hverjum?

Hvað kostar almenn skynsemi?
Í fjárlagafrumvarpinu kemur skýrt fram að fagmennska í sauðfjárrækt kostar 42 milljónir. Guðna ráðherra finnst þetta líklegast bara fyndið enda hefur húmor verið hingað til hans eina svar við gagnrýni, líkt og hann sé að bregðast við einhverju sem hann skilur ekki að fullu. Húmór Guðna kostar hins vegar 12 milljarða á ári og það ætti engum að finnast fyndið. Ef hægt er að kaupa almenna skynsemi þá væri við hæfi að Guðni og stjórnarliðar gefi sér það í jólagjöf á kostnað skattgreiðanda. Fyrir það eru allir tilbúnir að borga.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand