Mogginn, góður með morgunkaffinu

Gaman er að rifja það upp hér að Mogginn var síðasta blaðið í Evrópu til að láta af stuðningi við Bandaríkjamenn þegar þeir voru að slátra fólki og búfénaði austur í Víetnam. Þetta gerðu þeir Mogga menn líklega með tilliti til þess að þeir voru dyggir anti–kommar og fannst kannski bara allt í lagi að drepa fólk, svo lengi sem það væri rautt. Tal um dauðann
Hvernig á Bush að tala um dauðann? Þar sem nú deyja fleiri amerískir hermenn í Írak en nokkru sinni fyrr er Bandaríkjaforseti í dílemmu. Á hann að þakka hverjum og einum hermanni fyrir að deyja olíudauða í stríðinu gegn hryðjuverkum eða á hann bara að þakka mönnum svona almennt fyrir að falla? Vera ekki að því að taka einn og einn út og draga þannig fram að þetta er einstaklingar en ekki tölur sem eru að falla í Írak. Fólk vill fá að hylla hetjur en það er bara einn hængur þar á. Heima hjá Bushy eru nefnilega ekki jafn margir hrifnir af þessu stríði hans eins og okkur er talin trú um. Ef Bushy er alltaf að tilgreina einstaklinga sem voru að gefa upp öndina þá er hann líka að persónugera dauðann og það má ekki þegar þú ert búin að segja öllum að þú sért búinn að vinna.

Já, þetta er mikil dílemma. Það eru ekki góðir kostirnir sem hann hefur úr að velja, en það er nú einu sinni það sem honum er borgað fyrir, að axla meiri ábyrgð en nokkur annar. Svo er líka hitt að ef hann fer allt í einu að þakka hinum látnum þá verður afar lítill tími eftir til að stjórnar ríkinu. Hann verði þá eins og greyjið hann Lyndon B. Johnson sem gerði ekkert annað en að koma fram opinberlega og tala um þá sem féllu í Víetnam. Þetta gerði það að verkum að hann fékk að lokum hjartaáfall af sorg og skömm og bauð sig ekki fram að nýju (það má alltaf láta sig dreyma).

Bush ætlar sumsé að læra af forvera sínum og minnast bara ekkert á mennina sem hann sendi út í stríð, enda eru þeir dauðir og því lítið að gera í málinu. En hann er ekki þögull þrátt fyrir það. Hann gerir mikið af góðum hlutum. Til dæmis safnaði hann sér $ 170.000.000.- til þess að nota við endurkjörið á næsta ári, hann talar um efnahagsmál á almannafæri og líka í síma og síðast en ekki síst þá fór hann á krá í Englandi til að sýna heiminum að hann væri ekki hræddur við enskan heimilismat, Blair og Haggis.

Mogginn og samsæri hægri manna
Gaman er að rifja það upp hér að Mogginn var síðasta blaðið í Evrópu til að láta af stuðningi við Bandaríkjamenn þegar þeir voru að slátra fólki og búfénaði austur í Víetnam. Þetta gerðu þeir Mogga menn líklega með tilliti til þess að þeir voru dyggir anti–kommar og fannst kannski bara allt í lagi að drepa fólk, svo lengi sem það væri rautt.

Ástæða þess að ég er að draga þetta fram í dagsljósið er grein sem Mogginn birti í blaðinu nýlega. Þar mátti finna viðtal við hvorki meira né minna en milljarðamæringinn Steve Forbes. Og Forbí var að segja fullt af fallegum hlutum um Bush og peninga og dætur sínar eins og menn gera þegar þeir eru ekki spurðir að neinu. Hann leit bara út eins og hinn besti náungi líka þegar hann sagði að hann væri hættur að reyna að fara sjálfur í stjórnmál, nú keypti hann þau bara. Og mogginn spurði ekki að neinu.

Og hvað hefði Mogginn getað spurt? Hvað er það sem okkur langar að vita um menn annað en að dætur þeirra séu sætar en samt svoldið frekar? Mig langar til dæmis að vita hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir yfirlýsingunna sem er að finna á hér? Hvað á hann við þegar hann vill að amerískum gildum sé dreift og þau studd af amerísku hervaldi? Hvað á hann við þegar hann vill sjá hermátt Bandaríkjanna aukin til jafns við það þegar Reegan var við völd? Hvað er hann að skrifa undir þetta ásamt varnarmálaráðherranum, aðstoðarvarnarmálaráðherranum, varaforsetanum, aðstoðarutanríkisráðherranum, ríkisstjóra Flórída (sem einmitt er litli bróður Bush) og fleiri mönnum. Af hverju skrifaði hann undir og af hverju er Mogginn að birta lítið lofviðtal við hann um krakkana hans?

Af hverju, af hverju, af hverju? Er það af því að Mogginn er ennþá hernaðarsinnað blað þrátt fyrir að núverandi ritsjóri sé mun manneskjuvænni en þeir sem á undan honum gengið?

Spurning vikunnar
Af hverju svarar Davíð Oddson aldrei fyrirspurnum Fréttablaðsins eins og annara fjölmiðla?

Að lokum
Prik vikunnar fær, þrátt fyrir allt, Davíð Oddson fyrir það að fjarlægja peningana sína úr Kaupþing – Búnaðarbanka. Þetta var flott hjá honum og vonandi lærir sauðsvartur almúginn af þessu. Að maður eigi að refsa þeim sem það eiga skilið samkvæmt almenningsálitinu. Kannski má maður gerast svo bjartsýnn að vona að fólk muni eftir þessari lexíu í næstu kosningum og launi þá ríkisstjórninni lambið gráa með því að kjósa flokk sem vill öllum vel, ekki vara vinum sínum. Nema þá að Dabbi gefa 400.000.- kallinn til annaðhvort neytendasamtakana eða Öryrkjabandalagsins.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand