Trúfrelsi sem mannréttindi

,,Eitt skil ég ekki, af hverju er ekki löngu búið að aðskilja kirkju og ríki? Ef við viljum virða mannréttindi, verður að vera trúarbragðafrelsi, og eina aðferðin er að aðskilja ríki og kirkju. Síðan getur ríkið auðvitað styrkt evangeliska lútersku kirkjuna eftir aðskilnaðinn, en þá þarf ríkið auðvitað að greiða jafnt á milli trúfélaga,“ segir Sölmundur Karl Pálsson m.a. í grein dagsins sem fjallar um aðskilnað ríkis og kirkju.

Ég trúi á fæðingu, krossfestingu og upprisu Jesús, ég fer stundum í kirkju eins og annað fólk. Reyndar fer ég ekki það oft í kirkju, kannski einu sinni til tvisvar á ári, og þá aðallega til að fara í skírn, fermingu, giftingaatöfn og jarðaför. Ég tel mig samt sem áður nokkuð trúaðann, þrátt fyrir að ég fari ekki oft í kirkju, enda vil ég iðka mína trú á minn eigin hátt. Síðan þar að auki neyðir enginn mig í kirkju, enda ekki heldur nein skylda. En þó svo að ég sé trúaður og allt það, þá er samt eitt að pirra mig hér á Íslandi. Ég eins og margir aðrir trúi því að trúfrelsi sé eitt af grundvallar mannréttindum. En er trúfrelsi hér á landi?


Ef við kíkjum á 65 gr. Laga nr. 33/1944, en þar stendur ,, Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.” Ef mér skjátlast ekki þá má ekki mismuna mér þó svo að ég stundi aðra trú. Við virðumst vera á réttri leið, en tryggir þessi grein að það sé trúabragðafrelsi hér á landi? Ef litið er síðan á grein nr. 63 sömu laga segir orðrétt ,, Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu”. Tryggir þessi grein þá trúarbragðafrelsi hér á landi? Kannski að einhverju leyti, en ekki alveg, en erum við á réttri leið? En það er þó ein grein í stjórnarskrá okkar, sem tryggir ekki það trúarbragðafrelsi sem ég vil sjá, og sú grein fer mikið fyrir brjóstið á mér. En það er grein nr. 62 sömu laga, en þar segir orðrétt ,, Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda”. Ég segi nú bara hvernig er hægt að ætlast til trúarbragðafrelsi þegar ríkið styður eitt trúfélag frekar en önnur?


Þetta er að sjálfssögðu ósanngjart fyrir önnur trúfélög, sem greinilega fá ekki sama stuðning og evangeliska lúterska kirkjan. Ég spyr enn og aftur hvernig getum við ætlast til að trúarbragðafrelsis, þegar ríkið styður eitt trúfélag fram yfir önnur?


Reyndar eru u.þ.b. 90% þjóðarinnar skráð í þjóðkirkjuna, og sumir fá því hreinlega ekkert ráðið þar um, þar sem fólk er skírt og sjálfkrafa skráð í þjóðkirkjuna. Auðvitað má fólk skrá sig úr þjóðkirkjunni, en hvað tekur þá við? Jú, þeir sem standa utan við þjóðkirkjunna borga jafnvel ennþá til kirkjunnar, en þú getur breytt því og fengið að greiða frekar til Háskóla Íslands. Er það nú sanngjart? Af hverju má fólk ekki sem standa fyrir utan þjóðkirkjunar greiða til síns trúfélags í staðinn? Ég veit ekki hvað öðrum finnst, en mér finnst eins og það sé að reyna þvinga fullt af fólki inn í þjóðkirkjunna.


En eitt skil ég ekki, af hverju er ekki löngu búið að aðskilja kirkju og ríki? Ef við viljum virða mannréttindi, verður að vera trúarbragðafrelsi, og eina aðferðin er að aðskilja ríki og kirkju. Síðan getur ríkið auðvitað styrkt evangeliska lútersku kirkjuna eftir aðskilnaðinn, en þá þarf ríkið auðvitað að greiða jafnt á milli trúfélaga. En mér finnst besta lausnin vera að ríkið eigi að eyða skatttekjum sínum í eitthvað annað en að styrkja trúfélög, enda eiga trúfélög og ríki ekki saman að mínu mati. Ef ég tala nú eins og hægri maður, þá finnst mér að trúfélögin eigi að treysta á fjárframlög frá einstaklingum. Því ef einstaklingur er trúaður, þá vill hann að sjálfssögðu halda sínu trúfélagi gangandi, og til þess að það gangi upp verður hann að gefa fjárframlög. Því þegar trúfélag fær ávallt styrki frá ríki, þá þarf einstaklingur ekki að gefa pening til trúfélags, þar sem hann veit að trúfélagið sé með örugga tekjulind.


Ég tel að við þurfum að hugsa um þetta málefni vandlega, og velta þessu fyrir okkur. Það eru kannski ekki allir sammála, en ég tel að trúfrelsi sé mannréttindi, og það geti ekki samrýmst að ríkið styðji eitt trúfélag frekar en önnur. Og þar sem heimurinn er alltaf að breytast, þá verðum við að breytast með. Á næstu áratugum munu fleiri erlendir borgarar setjast hér að, með sína eigin trú og þá verðum við að passa að þeir hafi sömu réttindi og við, og þá á það líka við um trúfrelsi eins og hver önnur mannréttindi.

Greinin birtist í dag á vefriti U ngra jafnaðarmanna á Akureyri – UJA.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand