Traustur málsvari borgarbúa

Það var á útmánuðum að Þórólfur Árnason varð borgarstjóri í Reykjavík. Síðan þá hefur Þórólfur treyst sig mjög í sessi og vaxið að virðingu,jafnt meðal samherja sem andstæðinga. Hann hefur sýnt og sannað að hann er traustur málsvari borgarbúa. Að mínu mati er hann vel til þess fallinn að leiða Reykjavíkurlistann farsællega á þessu kjörtímabili og koma þeim góðu stefnumálum sem hann kynnti í síðustu kosningabaráttu í framkvæmd. Það var á útmánuðum að Þórólfur Árnason varð borgarstjóri í Reykjavík. Síðan þá hefur Þórólfur treyst sig mjög í sessi og vaxið að virðingu,jafnt meðal samherja sem andstæðinga. Hann hefur sýnt og sannað að hann er traustur málsvari borgarbúa. Að mínu mati er hann vel til þess fallinn að leiða Reykjavíkurlistann farsællega á þessu kjörtímabili og koma þeim góðu stefnumálum sem hann kynnti í síðustu kosningabaráttu í framkvæmd.

Að undanförnu hefur verið rifjað upp, í tengslum við fréttaflutning af frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint verðsamráð olíufélaganna, að borgarstjóri var markaðsstjóri Esso um miðbik síðasta áratugar. Vitnað hefur verið í skýrsluna, sem af einhverjum dularfullum ástæðum var lekið í fjölmiðla, áður en hún var fullbúin. Nafn Þórólfs kemur þar fyrir.

Sú spurning hefur vaknað hvort borgarstjóri sé hæfur til að fylgja eftir skaðabótakröfum Reykjavíkurborgar á hendur olíufélögunum, vegna þess tjóns sem borgin hlyti að hafa orðið fyrir, ef samráð sannaðist. Ég er ekki rétti maðurinn til að meta hæfi borgarstjóra í þessum efnum, en bendi þeim á, sem hafa áhyggjur af þessu, að það er alþekkt í stjórnsýslu að menn víki vegna vanhæfis í ákveðnum málum og kalli aðra til að leysa úr þeim. Skemmst er að minnast þess þegar Jón Kristjánsson var settur umhverfisráðherra í Norðlingaölduveitumálinu í stað Sivjar Friðleifsdóttur. Borgarritari eða borgarlögmaður gætu annast þennan málarekstur, verði talið að borgarstjóri sé vanhæfur.

Nú er það svo að rannsókn olíumálsins er enn í gangi; er ekki einu sinni lokið af hálfu Samkeppnisstofnunar. Þáttur lögreglu og dómstóla er ekki hafinn.

Þórólfur Árnason hefur lýst því yfir að hann hafi unnið með yfirvöldum að lausn málsins. Hann hefur einnig sagt að hann muni tjá sig um þátt sinn í málinu, þegar honum verði það unnt án þess að spilla rannsóknarhagsmunum. Ég býst við því að innan tíðar verði tóm fyrir frekari skýringar á því sem gerðist í olíufélögunum á sínum tíma. Meðan við bíðum spennt eftir að fá að heyra hvað gerðist eigum við að gefa borgarstjóra góðan starfsfrið til að vinna áfram að uppbyggingu Reykjavíkurborgar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið