Ríkisstjóri í kröggum

Þau athyglisverðu og um leið sögulegu tíðindi bárust frá Kalforníufylki í Bandaríkjunum í seinustu viku að andstæðingar ríkisstjórans Gray Davis náðu að safna nægilega mörgum undirskriftum til að kosið verði um það hvort að umboð hans verði afturkallað. Davis hefur verið afar óvinsæll síðustu misseri og samkvæmt könnunum nýtur hann einungis stuðnings rúmlega 25 % íbúa Kaliforníufylkis, en andstæðingar hans saka hann um að hafa misst stjórn á fjármálum ríkisins. Kosið verður í byrjun október um hvort að umboð Davis til að gegna ríkisstjóraembættinu verður afturkallað. Þau athyglisverðu og um leið sögulegu tíðindi bárust frá Kalforníufylki í Bandaríkjunum í seinustu viku að andstæðingar ríkisstjórans Gray Davis náðu að safna nægilega mörgum undirskriftum til að kosið verði um það hvort að umboð hans verði afturkallað. Davis hefur verið afar óvinsæll síðustu misseri og samkvæmt könnunum nýtur hann einungis stuðnings rúmlega 25 % íbúa Kaliforníufylkis, en andstæðingar hans saka hann um að hafa misst stjórn á fjármálum ríkisins. Kosið verður í byrjun október um hvort að umboð Davis til að gegna ríkisstjóraembættinu verður afturkallað.

Pólitíkus til fjölda ára
Joseph Graham Davis, Jr. fæddist í New York á öðrum degi jóla árið 1942. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kaliforníu þegar hann var 12 ára. Árið 1964 hóf Davis lögfræðinám við Columbia University Law School í New York og útskrifaðist þaðan 1967. Davis barðist í Víetnamstríðinu á árunum 1968-1970 og hlaut meðal annars viðurkenningu fyrir virðingarverða frammistöðu í þágu þjóðar sinnar. Árið 1983 giftist hann núverandi eiginkonu sinni – Sharon.

Segja má að stjórnmálaferill Davis hafi hafist árið 1974 þegar hann hóf störf sem starfsmannastjóri þáverandi ríkisstjóra, Edmund Brown, Jr. Því embætti gegndi hann til ársins 1981 og þremur árum síðar tók hann sæti á löggjafarþingi Kaliforníufylkis. Hann átti sæti á þinginu til ársins 1987 þegar hann varð fjármálaráðherra fylkisins. Davis sat í stóli fjármálaráðherra Kaliforníu þangað til hann var kosinn vararíkisstjóri árið 1994. Fjórum árum síðar náði hann kjöri sem ríkisstjóri Kaliforníufylkis og síðast liðið haust var Davis endurkjörinn í embættið.

Stjórnmálaferill Gray Davis telur nær þrjátíu ár og aldrei á ferlinum hefur Davis tapað veigamiklum kosningum og lengi vel var rætt um það að hann tæki þátt, og ætti í raun ágæta möguleika, í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar.

,,Sagan skrifuð”
Fæstir áttu von á því að andstæðingum Gray Davis tækist ætlunarverk sitt og ná að safna nægilega mörgum undirskriftum í ljósi þess að aðeins hálft er síðan að Davis var endurkjörinn sem ríkisstjóri. Andstæðingarnir lögðu mikið undir og söfnuðu rúmlega 1.5 milljónum undirskrifta og þar af voru tæplega 1.3 milljónir gild, en lágmarkið var rúmlega 900.000 undirskriftir. Til samanburðar hlaut Davis rúmlega 4.8 milljónir atkvæða í kosningunum 1998 og 4.2 milljónir atkvæða í kosningunum fjórum árum síðar. Andstæðingarnir héldu úti heimasíðu þar sem m.a. var hægt að skrá sig á póstlista, leggja fram fé í baráttunni gegn Davis að ógleymdu lagi baráttunnar. ,,Sagan skrifuð” var titill fréttatilkynningarnar sem andstæðingar Davis sendu frá sér þegar ljóst var að Keven Shelley, dómsmálaráðherra Kaliforníufylkis og um leið æðsti yfirmaður kosningamála í fylkinu, boðaði til kosninga eftir rúmlega 80 daga um það hvort að lýðræðislegt umboð Gray Davis ríkisstjóra verði afturkallað.

Arnold bíður á kantinum
Kvikmyndaleikarinn og tortímandinn Arnold Schwarzenegger er einn þeirra sem talinn er renna hýru augu til ríkisstjórastólsins verði Davis gert að láta af embætti. Talsmenn Schwarzeneggers hafa lítið viljað ræða um það hvort að hann muni gefa kost á sér. Schwarzenegger sem er repúblikani, ólíkt mest allri Hollywoodelítunni, er giftur inní Kennedyfjölskylduna. Eiginkona hans og fréttamaðurinn Maria Shriver er systurdóttir John Fitzgerald Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseta.

Þjóðþekktir einstaklingar úr skemmti- og afþreyingariðnaðinum hafa áður skipt um starfsvettvang og skellt sér í pólitíkina. Arnold Schwarzenegger myndi feta í fótspor manna eins og t.d. Jessie Ventura og Ronalds Reagan. Jessie Ventura ríkisstjóri Minnisota var þekktur úr amerísku fjölbragðaglímunni áður en hann gaf kost á sér embætti ríkisstjóra. Ronald Reagan var líkt og Schwarzenegger kvikmyndaleikari áður en hann varð ríkisstjóri Kaliforníu og síðar forseti Bandaríkjanna. Ennfremur má til gamans geta að þáttastjórnandinn Jerry Springer hefur talað um að hann muni bjóða sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings

Lýðræði – vald hjá fólkinu
Þetta er aðeins í annað sinn í sögu Bandaríkjanna að kosið verður um umboð kjörins ríkisstjóra. Í fyrra skiptið fór fram samskonar kosning í Norður-Dakótafylki, en það var fyrir rúmum 80 árum. Þrjátíu sinnum hefur þetta verið reynt áður í Kaliforníu, en aldrei áður hefur andstæðingum þáverandi ríkisstjóra náð að safna nægilega mörgum undirskriftum.

Þessum tíðindum frá Kaliforníu ber að fagna og ljóst er að lög líkt og þessi veita kjörnum fulltrúum umtalsvert aðhald á milli kosninga.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand