Tökum forystu um meiri og betri þróunarsamvinnu

Skammarlega lág framlög Íslands til opinberrar þróunarsamvinnu hafa verið í umræðunni nýverið. Fólk furðar sig á því hvernig land sem vermir efstu sæti allra lista yfir ríkidæmi og velferð í heiminum skuli einungis láta 0,16% af vergri landsframleiðslu renna til opinberrar þróunarsamvinnu. Og það, þremur áratugum eftir að við samþykktum markmið Sameinuðu þjóðanna um 0,7%. Það er ef til vill til lítils að skammast út í það sem ekki var gert, eða illa var gert, í fortíðinni en ábyrgð allra stjórnmálaflokka sem setið hafa í ríkisstjórnum sl. 30 ár er skýr. Undan henni geta þeir ekki vikist. Í síðustu viku gaf hver þingmaðurinn á fætur öðrum fyrirheit um aukna þróunaraðstoð í umræðum um Ísland og þróunarlöndin. Ég hafði, fyrir hönd Samfylkingarinnar, beðið Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að ræða utan dagskrár um niðurstöður nýrrar álitsgerðar um stöðu þróunarsamvinnunnar og hvert skuli stefna. Skammarlega lág framlög Íslands til opinberrar þróunarsamvinnu hafa verið í umræðunni nýverið. Fólk furðar sig á því hvernig land sem vermir efstu sæti allra lista yfir ríkidæmi og velferð í heiminum skuli einungis láta 0,16% af vergri landsframleiðslu renna til opinberrar þróunarsamvinnu. Og það, þremur áratugum eftir að við samþykktum markmið Sameinuðu þjóðanna um 0,7%. Það er ef til vill til lítils að skammast út í það sem ekki var gert, eða illa var gert, í fortíðinni en ábyrgð allra stjórnmálaflokka sem setið hafa í ríkisstjórnum sl. 30 ár er skýr. Undan henni geta þeir ekki vikist. Í síðustu viku gaf hver þingmaðurinn á fætur öðrum fyrirheit um aukna þróunaraðstoð í umræðum um Ísland og þróunarlöndin. Ég hafði, fyrir hönd Samfylkingarinnar, beðið Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að ræða utan dagskrár um niðurstöður nýrrar álitsgerðar um stöðu þróunarsamvinnunnar og hvert skuli stefna.

Mikill samhljómur var í máli þingmanna og gott til þess að vita að fólk úr öllum flokkum vill að Ísland geri betur í þessum málaflokki. Utanríkisráðherra sagði að framlögin myndu hækka en ekki hversu mikið og heldur ekki hversu fljótt. Efnislega gaf ráðherrann lítið upp um niðurstöður skýrslunnar en sagði að unnið væri að tillögum í utanríkisráðuneytinu. Það liggur því fyrir að ríkisstjórnin hyggst ekki bjóða stjórnarandstöðunni til þátttöku í því mikla verkefni sem mótun þróunarsamvinnu til langs tíma er. Það er miður og ég furða mig á metnaðarleysinu sem felst í afstöðu utanríkisráðherrans.

Í upphafi haustþings lagði ég ásamt nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar fram tillögu til þingsályktunar um skipan nefndar sem móti stefnu á sviði þróunarsamvinnu Íslands við önnur ríki. Í tillögunni segir að skipa skuli nefnd sérfræðinga til þess að móta stefnuna í þróunarsamvinnu við fátæk ríki. Og í tillögunni er nefndinni falið að hafa fernt að leiðarljósi við þá vinnu. Það er:
1. Nauðsyn þess að efla menntun, mannréttindi og frelsi kvenna um allan heim.
2. Nauðsyn þess að styðja við uppbyggingu almennrar heilsugæslu í fátækum löndum, m.a. bólusetningu gegn algengum barnasjúkdómum og aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir alnæmissmit.
3. Að taka mið af því sem best gerist í svipaðri stefnumótun í nágrannalöndunum, t.d. á vegum annarra norrænna þróunarsamvinnustofnana, og taka mið af niðurstöðum álitsgerðarinnar Ísland og þróunarlöndin sem kom út 1. sept. 2003.
4. Þörf þess að endurskoða lög um Þróunarsamvinnustofnun Íslands í ljósi niðurstaðna nefndarinnar.

Það skiptir höfuðmáli að samvinna okkar við fátæk ríki hafi skýr pólitísk markmið sem sett eru í anda réttlætis, jöfnuðar og aðstæðnanna sem nú blasa við fátækustu ríkjum heims. Til þessa verkefnis þurfum við að fá okkar færustu sérfræðinga. Svo er það Alþingis að ræða tillögur þeirra og samþykkja langtímaáætlun um þróunarsamvinnu Íslands. Þannig vill Samfylkingin vinna og því hef ég lagt þessa tillögu fram á Alþingi. Ég geri mér góðar vonir um að ungt jafnaðarfólk gangi fram fyrir skjöldu í þessum málaflokki og sýni í verki hug og hjarta Samfylkingarinnar þegar fátækustu lönd jarðar eru annars vegar. Tökum forystu um meiri og betri þróunarsamvinnu.

Tillaga til þingsályktunar

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið