Impregilo = ?

Hvað þýðir nafnið ,,Impregilo”? Þessa spurningu vaknaði ég með í höfðinu í morgun. Ekki vegna þess að mig dreymi reglulega erlend stórfyrirtæki heldur líklega vegna þess að gagnvart öllum málum sem snerta Impreglio og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum á undanförnum vikum hef ég verið eitt spurningamerki. Hvað þýðir nafnið ,,Impregilo”? Þessa spurningu vaknaði ég með í höfðinu í morgun. Ekki vegna þess að mig dreymi reglulega erlend stórfyrirtæki heldur líklega vegna þess að gagnvart öllum málum sem snerta Impreglio og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum á undanförnum vikum hef ég verið eitt spurningamerki.

Verkalýðsbarátta um vettlinga
Hvað er málið með að velja fyrirtæki sem hefur verið ásakað um mútur og annan óheiðarleika í þriðja heims ríkjum til að byggja íslenska virkjun? Afhverju fá þeir og undirverktakar þeirra atvinnuleyfi fyrir menn utan EES út á sérþekkingu sem síðan er tómur uppspuni? Hvers vegna fá þeir að brjóta íslensk lög? Hvers vegna er verkalýðshreyfingin ekki standa sig betur í að verja hagsmuni íslenskra launþega? Skilja menn ekki að ef við leyfum að ráðið sé til landsins ódýrt farandvinnuafl þá muni það hafa bein neikvæð áhrif á launaumhverfið á Íslandi? Eða eru verkalýðsleiðtogarnir kannski að gera sitt besta en hafa ekki sterkari rödd en þetta núorðið? Hvers vegna er einfalt mál allt í einu orðið rosalega flókið í hugum embættismanna sem eiga að tryggja að farið sé að lögum? Hvers vegna eru samtök atvinnulífsins farinn að gæta hagsmuna erlendra fyrirtækja? Hvers vegna fá þessir vesalings menn ekki almennileg skjólföt? Almennilegt að borða? Hvers vegna sér Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, sérstaka ástæðu til að breiða yfir brot þessara ítölsku verktaka?

Íslendingar vs. Ítalir í pólitískum póker
Við sumum þessa spurninga þykist ég reyndar vita svarið. Mér líka ekki þau svör. Þetta lyktar af pólitískum hrossakaupum. Íslenska ríkið er í flestum sætum kringum pókerborðið. Íslenska ríkið átti frumkvæði að álverinu og setti fram þær lágu arðsemiskröfur sem allt bendir til að séu á bakvið Kárahnjúkavirkjun. Ríkisstjórnin ákvað að þetta væri eina leiðin til að styðja við Austurland þar sem vissulega þurfti að gera eitthvað. Íslenska ríkið er verkkaupi í gegn um Landsvirkjun. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru síðan búnir að slá aragrúa pólitískra víxla í þessu máli. Allt þetta skýrir ef til vill afhverju einfalt mál er allt í einu orðið flókið. Skýrir af hverju menn gera minni kröfur til Impregilo frá Ítalíu en íslenskra fyrirtækja. Skýrir af hverju þeir virðast fá sérmeðferð hjá ríkisstjórninni og ríkisstofnunum.

Kaldhæðni á köldum Kárahnjúkum
Þessi spurning: ,,Hvað þýðir Impregilo?” hefur sennilega kviknað einhversstaðar djúpt í vitund minni fyrir all löngu og hefur verið á leið upp á yfirborðið eftir því sem þetta mál varð undarlegra og undarlegra þar til ég vaknaði með hana í höfðinu í morgun. Ég hef ekki fundið svarið ennþá þótt ég hafi komið með nokkrar hálfgildings tilgátur. Sumar byggðar á hljómfræði og miðlungsgóðri málakunnáttu. Sumar byggðar á löngun til að nafnið hafi einhverja djúpa merkingu sem varpi ljósi á allt þetta undarlega mál. Einhver merking sem sýnir hverskonar menn þetta eru sem standa að baki Impregilo. Eitthvað kaldhæðnislegt til að glotta yfir. Eitthvað sem jafnvel erlendir bræður okkar á sínum lágu launum upp á köldum Kárahnjúkum gætu glott að.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand