Kosningar í lok maí

democracy

LEIÐARI Þá gefum við þeim sem verða í framboði 4 mánuði til að móta stefnu sína og velja forystusveit sína. Það mun líka gefa ungu fólki í framhalds- og háskóla betri tækifæri til þess að vera virkir þátttakendur í þessum mikilvægustu kosningum seinni tíma.
democracy
LEIÐARI Nauðsynlegt er að halda kosningar. Jafn nauðsynlegt er að vanda vel til undirbúnings þeirra. Nauðsynlegt er að í kosningunum verði boðið upp á nýjar stefnur og ný andlit.

Stjórnmálaflokkar verða að leggjast í mikla vinnu og leggja fram ítarlega stefnuskrár um  hvernig þeir vilja haga uppbyggingu landsins. Þessa stefnu verða þeir að samþykkja á landsfundi.

Allir alvöru stjórnmálaflokkar verða að halda prófkjör til þess að gefa nýja fólki færi á að komast í forystuna. Vinna þarf að því að fá nýtt fólk til þess að bjóða sig fram í örugg Alþingissæti.

Ekki er síður mikilvægt að gefa nýjum framboðum færi á að koma fram. En þau þurfa að móta stefna sínu og finna yfir 100 manns á lista ef þau ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.

Allt þetta tekur mikinn tíma. Þess vegna er mikilvægt að halda kosningarnar í lok maí, laugardagurinn 30. væri heppilegur. Þá gefum við þeim sem verða í framboði 4 mánuði til að móta stefnu sína og velja forystusveit sína. Það mun líka gefa ungu fólki í framhalds- og háskóla betri tækifæri til þess að vera virkir þátttakendur í þessum mikilvægustu kosningum seinni tíma. Vorprófum skólanna lýkur um miðjan maí. Þess vegna er 9. maí, tillaga sérhagsmunaflokksins (Sjálfstæðisflokksins), afleitur kosningadagur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand