Kosningar í lok maí

democracy

LEIÐARI Þá gefum við þeim sem verða í framboði 4 mánuði til að móta stefnu sína og velja forystusveit sína. Það mun líka gefa ungu fólki í framhalds- og háskóla betri tækifæri til þess að vera virkir þátttakendur í þessum mikilvægustu kosningum seinni tíma.
democracy
LEIÐARI Nauðsynlegt er að halda kosningar. Jafn nauðsynlegt er að vanda vel til undirbúnings þeirra. Nauðsynlegt er að í kosningunum verði boðið upp á nýjar stefnur og ný andlit.

Stjórnmálaflokkar verða að leggjast í mikla vinnu og leggja fram ítarlega stefnuskrár um  hvernig þeir vilja haga uppbyggingu landsins. Þessa stefnu verða þeir að samþykkja á landsfundi.

Allir alvöru stjórnmálaflokkar verða að halda prófkjör til þess að gefa nýja fólki færi á að komast í forystuna. Vinna þarf að því að fá nýtt fólk til þess að bjóða sig fram í örugg Alþingissæti.

Ekki er síður mikilvægt að gefa nýjum framboðum færi á að koma fram. En þau þurfa að móta stefna sínu og finna yfir 100 manns á lista ef þau ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.

Allt þetta tekur mikinn tíma. Þess vegna er mikilvægt að halda kosningarnar í lok maí, laugardagurinn 30. væri heppilegur. Þá gefum við þeim sem verða í framboði 4 mánuði til að móta stefnu sína og velja forystusveit sína. Það mun líka gefa ungu fólki í framhalds- og háskóla betri tækifæri til þess að vera virkir þátttakendur í þessum mikilvægustu kosningum seinni tíma. Vorprófum skólanna lýkur um miðjan maí. Þess vegna er 9. maí, tillaga sérhagsmunaflokksins (Sjálfstæðisflokksins), afleitur kosningadagur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið