Tilræði við jafnaðarstefnuna

Í gær sigraði Tony Blair og hluti af þingmönnum Verkamannaflokksins í atkvæðagreiðslu í neðri deild breska þingsins. Greidd voru atkvæði um frumvarp ríkisstjórnarinnar um róttæka hækkun skólagjalda í breskum háskólum. Það er sorglegt að þessi gjörningur hafi náðst í gegn en stór hluti þingmanna Verkamannaflokksins greiddi atkvæði gegn skólagjaldafrumvarpinu og munaði aðeins 5 atkvæðum að það væri fellt. Það mun nú kosta tæpar 500 þúsund krónur á ári að stunda nám í breskum háskóla. Þetta er þungt högg fyrir jafnaðarstefnuna. Í gær sigraði Tony Blair og hluti af þingmönnum Verkamannaflokksins í atkvæðagreiðslu í neðri deild breska þingsins. Greidd voru atkvæði um frumvarp ríkisstjórnarinnar um róttæka hækkun skólagjalda í breskum háskólum. Það er sorglegt að þessi gjörningur hafi náðst í gegn en stór hluti þingmanna Verkamannaflokksins greiddi atkvæði gegn skólagjaldafrumvarpinu og munaði aðeins 5 atkvæðum að það væri fellt. Það mun nú kosta tæpar 500 þúsund krónur á ári að stunda nám í breskum háskóla. Þetta er þungt högg fyrir jafnaðarstefnuna.

Framtíð Bretlands svartari nú en áður
Svo mikil hækkun skólagjalda mun án efa leiða til þess að hinir tekjulægstu og börn lítið menntaðra foreldra munu eiga enn erfiðara en áður með að sækja sér háskólamenntun. Þessi aðgerð stjórnar breska Verkamannaflokksins mun auka enn við stéttaskiptingu í landinu. Aukin menntun þegnanna kemur öllu þjóðfélaginu til góða.

Það eru mannréttindi að hafa aðgang að menntun
Allir skulu hafa jafnan aðgang að menntun. Það er eitt af grunngildum jafnaðarstefnunnar. Hömlur á þessum rétti sem Tony Blair stendur að nú mun koma Bretum öllum í koll og vonandi honum sjálfum. Því Blair er búinn að vera. Hann hefur tapað áttum og sést það vel nú eins og sást í aðdraganda árásarinnar á Írak og stuðningi hans við Bandaríkjamenn. Maður sem styður stríðsrekstur vegna olíuhagsmuna, styður pyntingar og fangelsun barna í Guantanomo og hefur nú gefist upp á vernda jafnan rétt þegna sinna til menntunar á ekkert með að kenna sig við jafnaðarstefnuna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand