Allt í þágu peninga

– Grundvallarhugmynd breytt… í sparnarskyni ,,Eingöngu er leyfilegt að fá hjartaáfall mán-fös. vegna sparnaðar. Vinsamlegast komið eftir helgi.” Allt virðist stefna í það að skilti með þessum eða svipuðum texta muni hangi á hurðarhúni bráðamóttöku Landsspítalanns við Hringbraut innan skamms. Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðganna verður einnig lokað. Eitthvað sem litið hefur verið á sem fyrirmyndar framtak bæði innanlands og utan. Stórum hluta starfsfólks á Landsspítalanum verður nú sagt upp störfum eða þeirra vinnuhlutfall skert til að spara. Þetta bitnar svo fyrst og fremst á neytendum heilbrigðisþjónustunnar. Aukið álag á starfsfólk bíður hættunni heim. Mistök eru tíðari ef mannekla er og álag er fram úr hófi. Þetta er þá strax farið að ógna þeirri grundvallar hugmynd sem heilbrigðiskerfi okkar byggir á. Þeirri hugmynd að allir eigi að hafa rétta á bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu burt séð frá fjárhag og svo framvegis. Við munum með þessu áframhaldi ekki getað ætlast til þess að okkar annars færa heilbrigðisstarfsfólk geti veitt bestu þjónustu sem völ er á. Það er einfaldlega ekki gerlegt í þessum þrönga stakki sem heilbrigðisþjónustunni hefur verið sniðinn. – Grundvallarhugmynd breytt… í sparnarskyni

,,Eingöngu er leyfilegt að fá hjartaáfall mán-fös. vegna sparnaðar. Vinsamlegast komið eftir helgi.” Allt virðist stefna í það að skilti með þessum eða svipuðum texta muni hangi á hurðarhúni bráðamóttöku Landsspítalanns við Hringbraut innan skamms. Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðganna verður einnig lokað. Eitthvað sem litið hefur verið á sem fyrirmyndar framtak bæði innanlands og utan. Stórum hluta starfsfólks á Landsspítalanum verður nú sagt upp störfum eða þeirra vinnuhlutfall skert til að spara. Þetta bitnar svo fyrst og fremst á neytendum heilbrigðisþjónustunnar. Aukið álag á starfsfólk bíður hættunni heim. Mistök eru tíðari ef mannekla er og álag er fram úr hófi. Þetta er þá strax farið að ógna þeirri grundvallar hugmynd sem heilbrigðiskerfi okkar byggir á. Þeirri hugmynd að allir eigi að hafa rétta á bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu burt séð frá fjárhag og svo framvegis. Við munum með þessu áframhaldi ekki getað ætlast til þess að okkar annars færa heilbrigðisstarfsfólk geti veitt bestu þjónustu sem völ er á. Það er einfaldlega ekki gerlegt í þessum þrönga stakki sem heilbrigðisþjónustunni hefur verið sniðinn.

Skammtímalausn
Fólk hefur nefnt ótal tillögur til sparnaðar og er ég viss um að það má finna möguleika á sparnaði í heilbrigðiskerfinu, en til að finna þá þarf gagngera uppstokkun og endurmat á kerfinu í heild og það er ekki svo lítil vinna. Sú vinna myndi samt sem áður marg borga sig fyrir alla. En fólk er hrifið af skyndilausnum hvort sem það er í janúarmegrun eða niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Klippum bara á hinar ýmsu deildir og þá fáum við fullt af pening. Eða skerum bara niður rannsókna- og kennslustarf spítalanna og þá fáum við líka fullt af pening. Já, sú lausn er líkt og að pissa í skóinn sinn í von um yl á kaldar tær. Það virkar – en það er skammgóður vermir sem breytist í andhverfu sína á skömmum tíma. Ef skorið verður niður í kennslu og rannsóknum í dag sparast einhverjar krónur en innan skamms verður fjandinn laus. Heilbrigðisstéttin þarf endurnýjun eins og aðrar stéttir og hvernig á sú endurnýjun að eiga sér stað ef engum er kennt?

Fá aðra í skítverkin
Fyrir nokkrum árum var gerð könnun meðal almennings, heilbrigðisstarfsfólks og Alþingismanna um það hvar ætti helst að reyna forgangsraða í heilbrigðiskerfinu til sparnaðar. Niðurstöður verða ekki tíundaðar hér en það sem athygli vekur er að Alþingismenn sendu sína könnun til baka vegna þess hversu ógeðfelld hugsun það væri að forgangsraða í heilbrigðiskerfinu með þessum hætti. Það vissulega er ekki óskastarf að þurfa að segja hvar á að loka og hvar ekki en óneitanlega ill nauðsyn þar sem ekki fást peningar til að sinna verkum sem skildi. Með því að skerða fjárframlög til heilbrigðismála vita þingmenn að það þarf að forgangsraða, það er óhjákvæmilegt… það erum bara ekki þeir sem þurfa að reiða hnífinn á loft. Þeir fá aðra í það óskastarf.

Skammist ykkar
Ég held að við þurfum að spyrja okkur hver séu grundvallar gildi okkar samfélags? Er ekki einn hornsteinn siðmenntaðs samfélags góð og örugg heilbrigðisþjónusta? Að geta séð um sína þegna á sem bestan hátt með öflugum rannsóknum og metnaðatfullri kennslu heilbrigðisstarfsfólks? Þessi skerðing á fjármagni til heilbrigðismála er hneisa fyrir ríkisstjórn þessa lands. Skammist ykkar!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand