Til liðs við Röskvu

Ungir jafnaðarmenn skora á íslensk stjórnvöld að auka framlög til þróunarmála til muna. Íslendingar eiga langt í land með að ná viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að framlög til þróunarmála verði 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu. Í munnlegri skýrslu til Alþingis í nóvember 2004 lýsti utanríkisráðherra því yfir að ríkisstjórnin hefði sett sér það markmið að stighækka framlögin til þróunarsamvinnu þannig að árið 2009 næðu þau 0,35% af VÞF. Verður það að teljast ófullægjandi miðað við meðalframlag SÞ. Hvað er það sem skiptir mestu máli þegar maður er háskólanemi? Að mínu mati skiptir það mestu, að frátöldu náminu auðvitað, að vera meðvitaður um stöðu sína sem stúdent. Það er sótt að stöðu okkar úr öllum áttum. Það er sótt að okkur út frá fjárhagslegu, faglegu og félagslegu sjónarmiði. Bættur aðbúnaður Háskólans er eilíf barátta, það er skortur á húsnæði og tækjum, lesrými er orðið afar þröngt og háskólabókasafn býr yfir rýrum bókakosti.

Af hverju Röskva?
Með því að ganga í Röskvu get ég haft áhrif á stöðu mína. Ég get haft áhrif á málefni sem varða LÍN, skólagjöld, jafnrétti, stjórnsýslu háskólans og fjölda annarra mikilvægra málefna.

Af hverju vel ég Röskvu? Röskva er samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands og þess vegna var Röskva mjög skýr valkostur þegar kom að því að velja fylkingu. Röskva hefur skýr markmið um það hvernig háskólanemar geta haft áhrif á námið sitt.

Á hvaða forsendum bjóðum við upp á framhaldsnám?
Röskvuliðar standa t.a.m. með Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands í baráttunni við stjórnvöld um að halda námi við Háskóla Íslands án skólagjalda. Kristín hefur lýst yfir þörf skólans til að fjölga nemum í framhaldsnámi og sérstaklega í doktorsnámi. Hún vill fimmfalda fjölda doktorsnema við Háskóla Íslands á sama tíma og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks boðar skólagjöld í framhaldsnámi. Þarna er mótsögn, að fimmfalda doktorsnema en skera niður fjárframlög til háskólans og boða skólagjöld. Þetta gengur þvert á jöfnuð til náms og okkur Íslendingum ber að skoða forsendur til náms áður en farið er að minnast á skólagjöld eða hækkun dulinna skólagjalda í formi skráningargjalds. Þegar forsendur til framhaldsnáms byggja á fjárhagslegri getu nemenda erum við á villigötum. Ísland státar sig af því að vera hluti af norrænu samfélagi, við eigum í öflugu norrænu samstarfi, höfum tryggt Norðurlandabúum jafnrétti á við íbúa Norðurlandsins sem þau eru stödd í, en þegar kemur að menntun og aðbúnaði nemenda er Ísland aftarlega á merinni.

Skýr stefna Röskvu
Röskva hefur sett mjög skýra stefnu í málefnum stúdenta. Röskva vill ganga lengra en mótherjarnir. Það verður ekki fram hjá því horft að réttindabarátta háskólanema er hápólitísk. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir mikilvægum pólitískum málefnum og beina sjónum sínum einvörðungu að minni málefnum. Stúdentar verða að taka höndum saman um að gefa skýr skilaboð til stjórnsýslu Háskóla Íslands og stjórnvalda um hvers konar nám þeir vilja og úr hvers konar háskóla þeir vilja útskrifast. Ég er sannfærður um að besta leiðin til þess að hafa áhrif sé að ganga til liðs við Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.

Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Röskvu til Stúdentaráðs 2006

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand