Virðing og þjónusta við Kópavogsbúa

Nú þegar aðventan er skollin á og jólaösin að hefjast eru umhverfismálin mér hugleikin. Ég velti fyrir mér öllu því dóti sem við kaupum í desember, umbúðunum sem því fylgja og hvert það fer? „Flokkum og skilum“ segir Sorpa, þessi síbylja ljósvakamiðlana virðist elta mig á röndum. Það virðist því vera að fleiri séu meðvitaðir um allar umbúðir jólahaldsins og Sorpa reynir að vekja fólk til umhugsunar um vistvænan lífstíl. Slíkt er góðra gjalda vert en ég veit ekki hvort fólk gefi þessu mikinn gaum, nú í mesta jólastressinu. Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í prófkjörinu sækist ég eftir 3. sæti á listanum.

Ég er í framboði vegna þess að mér þykir vænt um bæinn minn og vil sjá breyttar áherslur í stjórnun og stefnu bæjarfélagsins. Sem 28 ára fjölskyldumaður þekki ég af eigin raun hvernig búið er að barnafólki í Kópavogi og hef ríkan skilning á þörfum, áhyggjum og reynsluheimi þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign, stofna fjölskyldu og koma sér fyrir í lífinu. Ég mun því beita mér fyrir félagslegum áherslum í stjórnun bæjarins.

Ég býð mig fram vegna þess að mér hefur blöskrað valdhroki og sérhagsmunagæsla núverandi meirihluta, þar sem hagsmunir og lýðræðislegur réttur Kópavogsbúa er sniðgenginn. Þetta virðingarleysi birtist okkur einnig í framkomu meirihlutans við starfsfólk bæjarins, sérstaklega þá sem sinna uppeldisstörfum.

Þessu þarf að breyta hið snarasta áður en bærinn verður af öllu því góða fólki sem vinnur mikilvægt starf í þágu samfélagsins.

Langtímalausnir í leikskólamálum
Við þurfum að bæta kjör starfsfólks leikskólanna en það þarf meira að koma til. Bæjaryfirvöld eiga að beita sér fyrir langtímalausn á kjaradeilu umönnunarstétta. Drífandi bæjarfélag, eins og Kópavogur, á ekki að draga lappirnar og láta augljós réttindamál, dragast svo mánuðum skiptir með tilheyrandi rótleysi í lífi barn, starfsfólk og fjölskyldna í bænum.

Við þurfum að gera fleirum kleift að stunda framhaldsskólamenntun. Bæjaryfirvöld eiga að beita sér fyrir byggingu nýs menntaskóla og fjölgun nemenda í MK. Mikilvægasta verkefnið er þó að gera öllum þeim fjölda sem er með grunnskólapróf eða minna (rúmlega 40% af íslenskum vinnumarkaði) kleift að stunda framhaldsskólanám samhliða starfi sínu.

-Við þurfum að ljúka byggingu ungmennahúss sem hefur dregist alltof lengi.

-Við þurfum að stórefla þjónustu við aldraða.

-Við þurfum að færa þjónustu bæjarfélagsins nær íbúunum, m.a. með betri heimasíðu og hverfa- og þjónustumiðstöðvum, t.d. með upplýsinga- og þjónustuborði í Smáralind.

Stofnanir Kópavogs efldar
Við þurfum að hverfa frá minnisvarðapólitík og einbeita okkur að því að efla og styrkja þær stofnanir sem fyrir eru í bænum. Stækka á bókasafn bæjarins. Þar þarf aukið lesrými fyrir nemendur og fjölga titlum svo bókasafnið geti almennilega sinnt hlutverki sínu. Því á að hverfa frá fyrirhugaðri byggingu Óperuhúss sem vinnur gegn vexti þeirra stofnana sem fyrir eru á hálsinum.

Hagsmunir bæjarbúa í öndvegi í skipulagsmálum
Huga þarf að heildstæðu skipulagi fyrir eldri hluta bæjarins. Skipulagið verður að hugsa í heild með hagsmuni bæjarbúa í fyrirrúmi – ekki verktaka.
Við þurfum nýtt heildarskipulag fyrir gamalgróna hluta bæjarins. Markmið okkar eiga að vera skýr í þeim efnum. Huga þarf betur að samgöngum til og frá nýjum hverfum í Vesturbænum og ganga á strax í samgönguúrbætur við Nýbýlaveg í tengslum við framkvæmdir í Lundi. Núverandi meirihluti hefur hér enn og aftur svikið loforð við bæjarbúa.

Austari helmingur Fossvogsdalsins krefst aðhlynningar. Skipuleggja á þessa útivistarperlu með fjölbreyttum afþreyingarkostum fyrir alla fjölskylduna. Fossvogsdalurinn á að vera öflug miðstöð útvistar og mikilvægur hlekkur á leiðinni milli Elliðaárdals og Nauthólsvíkur. Halda á hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu svæðisins.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand