Til hvers er harðneskjan nýt?

Hryðjuverkin á Spáni minna okkur á að ofbeldið er ekki jafn langt frá okkur og við oft höldum. Við sem erum ,,góðu“ vön og horfum á stríðstrekstur framreiddan sem afþreyingu. Sjónvarpsmyndir birtast í tölvuleikjastíl. Ritskoðun, fréttafölsun og áróðurstækni er beitt til að blekkja okkur og sannfæra okkur um að stríð sem háð eru langt í burtu séu slett og felld og þar deyji aðeins vondir menn. Góðu mennirnir muni snúa aftur heilir á húfi. Í krossferð sinni fremji þeir daglegar hetjudáðir en sýni aldrei hrottaskap. Að heimurinn sé sjónvarp í svart/hvítu. Það séum við á móti þeim. Að sprengja fólk í vanþróuðum fjallaþorpum er fyrirbyggjandi aðgerð. Þannig þykjumst við vera öruggari. Hryðjuverk á Spáni
Hryðjuverkin á Spáni minna okkur á að ofbeldið er ekki jafn langt frá okkur og við oft höldum. Við sem erum ,,góðu“ vön og horfum á stríðstrekstur framreiddan sem afþreyingu. Sjónvarpsmyndir birtast í tölvuleikjastíl. Ritskoðun, fréttafölsun og áróðurstækni er beitt til að blekkja okkur og sannfæra okkur um að stríð sem háð eru langt í burtu séu slett og felld og þar deyji aðeins vondir menn. Góðu mennirnir muni snúa aftur heilir á húfi. Í krossferð sinni fremji þeir daglegar hetjudáðir en sýni aldrei hrottaskap. Að heimurinn sé sjónvarp í svart/hvítu. Það séum við á móti þeim. Að sprengja fólk í vanþróuðum fjallaþorpum er fyrirbyggjandi aðgerð. Þannig þykjumst við vera öruggari.

Hvað rís á rústunum? Stefna sem er ekki byggð á hatri.
Morgunblaðið birti daginn eftir voðaverkin andstyggilega mynd á forsíðu þar sem á miðri mynd lá afsprengdur útlimur eins fórnarlambanna á Spáni. Þetta er afar sorglegur atburður. En svarið má ekki fela í sér meira ofbeldi. Við megum ekki skerða lýðréttindi frekar. Það er of mikil fórn. Sem betur fer hefur ný stjórn Spánar heitið þvi að standa við kosningaloforðið um að kalla heim hersveitir frá Írak.

Ný vinstristjórn á Spáni er sú fjórða í löndum Evrópu um þessar mundir. Það er því að mínu mati nokkur von í álfunni sem hefur fóstrað hverja hægristjórnina á fætur annarri á undanförnum árum. Það er nokkur von um að stuðningur við einhliða stefnu Bandaríkjana minnki enn frekar í Evrópu. Það er freistandi að skynja vinstra vor í lofti.

Ég set blóm í byssuna hjá þér, Davíð!
Ummæli Davíðs Oddsonar um að ný ríkisstjórn Spánar hafi fengið umboð sitt frá hryðjuverkamönnum eru smánarleg. Þau sýna hversu langt valdaklíka Sjálfstæðisflokksins er komin frá vilja þorra íslensku þjóðarinnar í utanríkismálum. Davíð og félagar eru einarðir í stuðningi sínum við árásarstefnu Bush og félaga. Ég vildi óska að Davíð áttaði sig. Að hann léti af þessari kaldranalegu stefnu sinni. Að hann finni miskunn í hjarta sínu og þroski með sér meira umburðalyndi og skilning. Þetta eru óholl viðhorf sem birtast í þessari harðneskju hans að mínu mati. Davíð er áreiðanlega ekki slæmur maður en kannski bara týndur.

Vakna þú Davíð og notaðu sambönd þín við heimsins hæstu herra frekar til að byggja upp en til að brjóta niður og sundra!

Aftökur án dóms og laga
Barbarismi Bush forseta endurspeglast jafnt í gjörðum bandarískra hermanna sem og í einurð hans að senda þroskahefta fanga í rafmagnsstólinn í Texas. Þegar að hersveitir Bandaríkjamanna fundu syni Saddams Husseins þá dugði þeim ekki að skjóta þá báða heldur var 14 ára barnabarn hans skotið um leið. Þótti ekkert tiltökumál. Tilgangurinn helgar meðalið þótt tilgangurinn sé óljós. Átta manns voru sprengdir í loft upp með Sheikh Yassin, stofnanda Hamas samtakanna, í Palestínu. Þetta eru ólöglegar og óréttlætanlegar aftökur. Þetta eru glæpir gegn mannkyninu að mínu mati. Ísrael fær enga samúð meðal þjóða með svona myrkraverka aðferðum.

10.000 manns er ekki bara statistík
Í Írak er talið að fleiri en 10.000 óbreyttir borgarar hafi fallið í innrás Bandaríkjamanna. Takið út úr þeirri tölu einn og einn í einu og hugsið ykkur þá af holdi og blóði. Gerið ykkur í hugarlund lífshlaup þeirra, vonir og þrár. Ástvinina sem syrgja. Börnin sem missa mömmur sínar og pabba. Eða börnin sem eru sprengd í tætlur af sprengjum Bandaríkjamanna með blessun hinna staðföstu þjóða þ.á.m. Íslands.

Reynið að ímynda ykkur sársaukann, hryllingin, óréttlætið.

Spyrjið ykkur svo hvað þið hafið gert – hvað þið getið gert!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand