Jafnrétti til náms í skugga skólagjalda

Menntamálin eru ein helsta undirstaða íslensks þjóðlífs. Mikilvægi menntunar hefur ítrekað komið fram og langflestir eru sammála um það. Háskóli Íslands hefur hinsvegar verið í fjársvelti á síðustu árum undir forystu menntamálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins. Umræðan um skólagjöld við Háskóla Íslands hefur farið stigvaxandi síðustu misseri og nú er svo komið að tillaga hefur verið lögð fyrir háskólafund, æðsta samráðsvettvang HÍ, frá Háskólaráði um hvort eigi að fara fram á það við menntamálaráðherra að breyta lögum sem heimila háskólanum að leggja á skólagjöld. Menntamálin eru ein helsta undirstaða íslensks þjóðlífs. Mikilvægi menntunar hefur ítrekað komið fram og langflestir eru sammála um það. Háskóli Íslands hefur hinsvegar verið í fjársvelti á síðustu árum undir forystu menntamálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins. Umræðan um skólagjöld við Háskóla Íslands hefur farið stigvaxandi síðustu misseri og nú er svo komið að tillaga hefur verið lögð fyrir háskólafund, æðsta samráðsvettvang HÍ, frá Háskólaráði um hvort eigi að fara fram á það við menntamálaráðherra að breyta lögum sem heimila háskólanum að leggja á skólagjöld.

Jafnrétti til náms á að vera forgangsatriði
Hér á landi hefur ríkt eining meðal þjóðarinnar um að reka sterkt og öflugt velferðarkerfi með mikilli áherslu á heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla íbúa óháð efnahag sem og öðrum aðstæðum. Skólagjöld við Háskóla Íslands snúast um grundvallaratriði í íslensku þjóðfélagi, hver forgangsröðunin eigi að vera í samfélagi okkar. Mér finnst jafnrétti til náms eiga að vera eitt helsta forgangsatriðið, það tryggir vel menntað þjóðfélag sem hefur í för með sér margvíslegan sparnað fyrir skattgreiðendur og eykur samkeppnishæfni landsins gagnvart Evrópu. Skólagjöld eru ekki til að skapa aukna vitundarvakningu á gildi menntunar, í tölum OECD frá 2001 kemur fram að 27% fólks á aldrinum 25-34 ára hefur lokið háskólaprófi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum er þetta hlutfall að jafnaði um 37%.

Ábyrgðarmannakerfið tímaskekkja
Hagvöxtur eykst ekki einn og sér með skólagjöldum, það er aukið menntunarstig þjóðarinnar sem eykur hann og það er ekki hægt að auka menntungarstigið með þeirri aðferð að takmarka aðgengi fólks að námi. Mjög líklegt má telja að framlög ríkisins til háskólans muni minnka til móts við hækkun skólagjalda. Hugmyndafræðin um meiri námsvilja fólks sem borgar úr eigin vasa á ekki við rök að styðjast, engin nemandi er eins – og hver og einn þeirra hefur sínar aðferðir til að stunda sitt nám, þeim mun líklegra er að skuldir og lántökur hjá bönkum og Lánasjóði íslenskra námsmanna muni hafa truflandi áhrif en hvetjandi. Þrátt fyrir að nemendum við HÍ eigi kost á að fá lán frá LÍN eru ekki allir nemendur settir á sama stall hvað varðar lánshæfni og er hið blessaða ábyrgðarmannakerfi, sem er tímaskekkja í dag, stór þáttur í því.

Til vegs og virðingar
Skólagjöld eru ekki aðferð til að tryggja jafnrétti til náms óháð efnahag. Háskóli Íslands í dag er samansettur af fjölda deilda og skora þar sem fólk getur sótt sér nám við sitt hæfi og þannig aukið flóru íslensks þjóðfélags og stuðlað að auknu menntunarstigi landsmanna. Maður hefur getað státað sig af þeirri staðreynd að búa í stéttlausu samfélagi þar sem allir hafa jafnan rétt til að stunda það nám sem þeir vilja leggja stund á. Ásóknin í Háskóla Íslands hefur aldrei verið meiri og líkur er á að sú þróun muni halda áfram nema skólagjöld verði sett á nemendur, slíkt myndi eingöngu leiða til stéttskipts þjóðfélags þar sem hinir betur settu væru megnugri að sækja sér nám en hinir, sem ekki væru jafn loðnir milli handanna, ættu mun minni ef varla nokkurn möguleika á slíku. Það væri að mínu mati hreint glapræði að taka upp skólagjöld við HÍ. Þvert á móti á að byggja hann upp til þess vegs og virðingar sem honum ber.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand