Kosningarnar þann 10. maí voru sögulegar á ýmsa vegu. Samfylkingin vann mikinn sigur með 31% atkvæða og sýndi það að hugsjónin um stóran og breiðan jafnaðarmannaflokk á Íslandi átti rétt á sér og það fólk sem vann af mikilli ósérhlífni að þessum tilgangi hefur hlotið uppskeru erfiðisins. Sú staðreynd að Samfylkingin sé orðin annar stærsti jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndunum er vitnisburður þess starfs og grasrótarvinnu sem fólkið á bakvið flokkinn hefur verið að vinna á liðnum árum. Kosningarnar þann 10. maí voru sögulegar á ýmsa vegu. Samfylkingin vann mikinn sigur með 31% atkvæða og sýndi það að hugsjónin um stóran og breiðan jafnaðarmannaflokk á Íslandi átti rétt á sér og það fólk sem vann af mikilli ósérhlífni að þessum tilgangi hefur hlotið uppskeru erfiðisins. Sú staðreynd að Samfylkingin sé orðin annar stærsti jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndunum er vitnisburður þess starfs og grasrótarvinnu sem fólkið á bakvið flokkinn hefur verið að vinna á liðnum árum.
Niðurstöðurnar sýndu ennfremur að Sjálfstæðisflokkurinn er í sögulegri lægð, þeir guldu afhroð og almenningur sýndi að hann er orðinn þreyttur á nýfrjálshyggjuruglinu og einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn fékk þarfa áminningu í kosningunum, 17.7% er nokkuð sem dyggum stuðningsmönnum flokksins hefði á árum áður ekki þótt góður árangur, enda sá þriðji versti í sögunni. Núna eru allar líkur á að þessir flokkar haldi áfram í ríkisstjórn, ef þeir gera það þá skulum við spyrja að leikslokum að fjórum árum liðnum. Tæplega 8% tap frá kosningunum 1999 sýnir óánægju fólksins og útkoman í kosningunum 2007 gætu orðið sögulegar í meira hvað varðar hrun þessara flokka.
Útkoman var einnig einkar ánægjuleg á fleiri sviðum, þrátt fyrir fækkun kvenna á þingi hélt Samfylkingin sínum fjölda þingkvenna og skipa þær nú 9 af 19 konum á þingi. Þetta sýnir jafnréttishugsjón jafnaðarmanna í hnotskurn á meðan Sjálfstæðisflokkurinn getur státað af 4 konum í 22 manna þingliði. Þetta er mikill árangur hjá þessum mikla jafnréttisflokki, að hafa 18% þingliðs síns skipað konum á meðan Samfylkingin hefur 45% þingmannafjölda síns skipaðan konum. Ungliðar Samfylkingarinnar náðu einnig góðu brautargengi, þeir náðu allir kjöri sem voru í baráttusætum og nú skipa öflugir málsvarar unga fólksins sæti á Alþingi sem hafa réttlæti, jöfnuð og lýðræði að leiðarljósi.
Ég vil síðan óska Samfylkingarfólki um allt land til hamingju með þennan glæsilega árangur. Sérstaklega vil ég þakka fólki fyrir dugnað og elju sem var á bak við tjöldin en sinntu svo mikilvægu starfi, fólk sem bar út bæklinga og annað efni, fólk sem var á kosningaskrifstofunum og svo mætti lengi telja. Án þessa fólks hefði þetta aldrei tekist. Sigurinn er okkar allra en hann er sérstaklega ykkar, sigurinn sýnir okkur hve hver einasti einstaklingur er mikilvægur í þeirri viðleitni að breyta samfélaginu. Við bjuggum til rödd réttlætis sem heyrðist óma um allt land. Næsta mál á dagskrá verður að láta þessa rödd bergmála í fjögur og vinna síðan í sameiningu að stórsigri í kosningunum 2007 með sannkallaða breiðfylkingu á bakvið okkur.