Hórurnar skattlagðar

Þessa dagana eru starfsmenn skattayfirvalda tíðir gestir á kynlífssýningum og heima hjá vændiskonum og körlum – til þess að athuga hvort að skatturinn eigi við viðkomandi sýningu, hóru eða hórkarl. Til þess að skatturinn eigi við þarf viðkomandi sýning, hóra eða hórkarl að vera með húsnæði til umráða sem er 10 fermetrar að stærð eða meira. Þeir sem þurfa að punga út fyrir skattinum greiða 468 krónur (€ 5.6) fyrir umrædda 10 metra en þeir sem starfa í minna húsnæði eru undanskildir skattinum. Nú þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson kúra sig saman í Stjórnarráðinu og reyna að komast að samkomulagi um áframhaldandi stjórnarsamstarf, má gera ráð fyrir að skattamálin séu meðal þeirra málaflokka sem mikið eru ræddir.

Davíð ráðgerði að hann myndi splæsa 30 milljörðum á landann í skattalækkanir og Halldór bjóst við því að Framsókn réði við helmingin af því.

Sunnar í Evrópu eru þó aðrar pælingar í gangi, ef marka má Reuters fréttastofuna. Í Þýskalandi styttist óðum í kreppu og hafa fjárvana borgir gripið til þess ráðs að rukka hórur og hórkarla um “gleðiskatt” í von um að ná tökum á fjárlagavandræðum sínum.

Í borgunum Berlín og Cologne voru hugmyndir um að skella gleðiskattinum – sem nú þegar er rukkaður af eigendum spilavíta og þeim sem standa fyrir opinberum uppákomum – á hóruhús, kynlífssýningar og sölusýningar með erótísku ívafi.

Þetta hafa borgirnar Gelsenkirchen og Dorsten þegar gert, en þó með takmörkuðum árangri. Aðeins eitt af hverjum tíu hóruhúsum í borgunum tveim hafa ómakað sig við að borga skattinn síðan að hafist var handa við að skattleggja “iðnaðinn”.

Þessa dagana eru starfsmenn skattayfirvalda tíðir gestir á kynlífssýningum og heima hjá vændiskonum og körlum – til þess að athuga hvort að skatturinn eigi við viðkomandi sýningu, hóru eða hórkarl. Til þess að skatturinn eigi við þarf viðkomandi sýning, hóra eða hórkarl að vera með húsnæði til umráða sem er 10 fermetrar að stærð eða meira. Þeir sem þurfa að punga út fyrir skattinum greiða 468 krónur (€ 5.6) fyrir umrædda 10 metra en þeir sem starfa í minna húsnæði eru undanskildir skattinum.

“Þessa dagana eru starfsmenn skattayfirvalda að hella sér yfir auglýsingar frá vændiskonum í dagblöðum og síðan skella þeir sér í heimsókn – vopnaðir málböndum,” sagði Martin Schulmann, talsmaður Gelsenkirchen.

Samtökin Hydra, sem berjast fyrir réttindum vændiskvenna, gáfu út yfirlýsingu þar sem þau sögðu skattinn vera “heldur fáránlegan.”

“Fara skattgreiðslur nú eftir því hversu stórt hóruhúsið er? Ef það er tilfellið getur farið svo að viðskiptavinir þeirra hér í Berlín þurfa að fullnægja þörfum sínum í úttroðnum holum eða standandi í báðar lappir. Þarf borgin á þessu að halda?” sagði ennfremur í yfirlýsingunni.

Skuldir Berlínar eru hærri hvað varður höfðatölu heldur en í henni kreppu-þjáðu Argentínu. Aðrar borgir í Þýskalandi eru einnig löngu komnar niður fyrir rauða strikið.

“Margir kynlífsstaðir eru að reyna að komast hjá því að greiða skattinn með því að halda því fram að starfsemin sem viðkomandi býður upp á sé aðeins klámmyndabíó. Það er heldur erfitt að fá fólk til þess að borga,” sagði Schulmann.

En kæmi til þess að öll hóruhúsin í Gelsenkirchen myndu borga skattinn myndi það þýða að skatttekjurnar myndu aukast um tólf og hálfa milljón króna (€ 150.000). En tólf og hálf milljón er þó aðeins dropi í hafið – borgin skuldar alls 250 milljónir evra.

Þýskaland er svo sannarlega “veiki hlekkur Evrópu”. Risavaxið hagkerfi landsins hefur staðið í stað frá árinu 2001 og fjárlagahalli og gríðarlegt atvinnuleysi ætlar allt um koll að keyra.

Þar sem íslenskir ráðamenn huga á skattalækkanir þurfa starfsmenn íslenskra skattayfirvalda að geyma málbandið sitt enn um sinn í skrifborðinu…

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand