Þúsundir flóttamanna fastir í Grikklandi

Mörg þúsund flóttamenn sitja nú fastir innan landamæra Grikklands. Lokun landamæranna við Makedóníu veldur því að flóttamennirnir komast hvorki lönd né strönd. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa miklar áhyggjur af stöðunni og hvetja ríki Evrópu til að opna landamærin.

Um 7000 flóttamenn eru fastir í flóttamannabúðunum Idomeni, við makedónsku landamærin að Grikklandi. Idomeni-búðirnar eru hannaðar fyrir aðeins 2500 manns, svo flóttamennirnir þar búa við mjög erfiðar aðstæður. Þann 29. febrúar síðastliðinn kom til harðra átaka við landamærin þegar flóttamenn gerðu tilraun til að komast yfir til Makedóníu og beittu landamæraverðir þá táragasi á flóttamenn.

Ástandið í Grikklandi er grafalvarlegt og stjórnvöld í Aþenu eiga í miklum erfiðleikum með að veita flóttamönnum nauðsynjar á borð við mat, hreint vatn og heilbrigðisþjónustu. Um 2-3000 flóttamenn koma yfir hafið til Grikklands á hverjum einasta degi.

Í ljósi grafalvarlegrar stöðu flóttamannamála í Evrópu vilja Ungir jafnaðarmenn brýna fyrir íslenskum stjórnvöldum að hætta að beita Dyflinnarreglugerðinni til að vísa hælisleitendum úr landi. Þá hvetjum við íslensk stjórnvöld til að taka við mun fleiri flóttamönnum en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Að skella landamærum Íslands í lás, líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til, eru ekki réttu viðbrögðin við ástandinu í Evrópu. Þvert á móti eiga Íslendingar að opna landið okkar enn frekar fyrir fólki á flótta.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið