Ekki hægt að senda fólk heim sem á hvergi heima

Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hittust í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og tókust á um málefni flóttamanna. Tilefni umræðunnar voru ummæli Ásmundar á Alþingi í gær, en hann hvatti til þess að það yrði skoðað hvort snúa eigi flóttamönnum við um leið og þeir koma til landsins.

Heim hvert?

Sema Erla benti á að flóttamenn séu margir hverjir á flótta vegna þess að þeir hafi misst heimili sín. „Það er mikilvægt að taka það fram að þetta fólk á hvergi heima. Það eru meira en 60 milljónir manna á flótta í heiminum, helmingurinn er börn. Það er afskaplega erfitt að ætla að senda þetta fólk bara heim til sín.“

Hún rifjaði upp að síðast þegar Ásmundur hafi farið í þessa umræðu hafi hann viljað taka kristna flóttamenn fram yfir aðra. „Svo afstaða hans virðist hafa harðnað,“ sagði Sema.

Gamalt trix að tala um „góða fólkið“

Sema telur Ásmund „falla í þá gryfju“ að tala um góða og vonda fólkið. „Það er ekkert nýtt í þessu, þarna eru menn að reyna að afvegaleiða umræðuna. Þetta eru engin ný trix, að ala á ótta og hræðslu. Við höfum séð þetta í gegnum tíðina og þurfum bara að skoða söguna stuttlega til að sjá að þetta dæmi hreinlega gengur ekki upp,“ sagði Sema og bætti við: „Það er afskaplega vont að menn sem sitja á þjóðþingi Íslendinga hafi svona skoðanir, það er afskaplega sorglegt.“

Sema sagði ekki hægt að bera Ísland saman við Svíþjóð og Danmörku þegar kemur að móttöku flóttamanna. „Það er engin ástæða til að loka landamærunum. Við komum bara ekki þannig fram við fólk að við hreinlega stoppum það af og snúum því við án þess að það fái að tala.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand