Þú og Al Gore í Bæjarbíói

Ungt Samfylkingarfólk býður öllum, konum og körlum, á magnaða heimildarmynd Al Gores – An Inconvenient Truth – sem hlaut Óskarsverðlaunin nýverið. Aðgangur er fríkeypis á meðan húsrúm leyfir. Ungt Samfylkingarfólk býður öllum, konum og körlum, á magnaða heimildarmynd Al Gores – An Inconvenient Truth – sem hlaut Óskarsverðlaunin nýverið. Aðgangur er fríkeypis á meðan húsrúm leyfir.

Myndin verður sýnd nk. mánudagskvöld, 26. mars, kl. 21 í Bæjarbíói sem er við Strandgötu 6 í Hafnarfirði.

Árni Páll Árnason sem skipar 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi ávarpar sýningargesti og kynnir stuttlega stefnu Samfylkingarinnar í umhverfis- og loftslagsmálum.

Loftslagsmál eru einhver brýnustu umhverfismál samtímans. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu og tillögur að lausnum í umhverfismálum undir heitinu – Fagra Íslandsog loftslagsmál eru mikilvægur hluti af þeirri stefnumótun. Fagra Ísland er rækilega kynnt á vef Samfylkingarinnar www.xs.is.

Sjáumst.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand