Þrúgandi þögn

Sjaldnast er mönnum sjálfrátt um það að hverjum þeir laðast, svo margslungnar eru mannlegar kenndir og hvatir. Frá upphafi vega hafa samkynhneigðir mátt sæta ýmiss konar hleypidómum. Eitt áhrifaríkasta ráðið við slíkum fordómum hlýtur að vera uppfræðsla. Nú berast af því fréttir að í aðalnámskrá íslenskra grunnskóla sé þagað þunnu hljóði um samkynhneigð. Samt bíður margra það hlutskipti að komast að raun um að þeir eru samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Ef slíkar kenndir sækja á menn strax í grunnskóla getur tilveran orðið ansi nöturleg – andspænis eigin fáfræði og félaganna. Fyrir unga sál og brothætta sjálfsmynd getur slíkt orðið þyngra en tárum taki, jafnvel ýtt undir sjálfsvígshugleiðingar. Þagað þunnu hljóði
Sjaldnast er mönnum sjálfrátt um það að hverjum þeir laðast, svo margslungnar eru mannlegar kenndir og hvatir. Frá upphafi vega hafa samkynhneigðir mátt sæta ýmiss konar hleypidómum. Eitt áhrifaríkasta ráðið við slíkum fordómum hlýtur að vera uppfræðsla.

Nú berast af því fréttir að í aðalnámskrá íslenskra grunnskóla sé þagað þunnu hljóði um samkynhneigð. Samt bíður margra það hlutskipti að komast að raun um að þeir eru samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Ef slíkar kenndir sækja á menn strax í grunnskóla getur tilveran orðið ansi nöturleg – andspænis eigin fáfræði og félaganna. Fyrir unga sál og brothætta sjálfsmynd getur slíkt orðið þyngra en tárum taki, jafnvel ýtt undir sjálfsvígshugleiðingar.

Rjúfum þögnina!
Eitt af höfuðmarkmiðum grunnskólanáms er að fræðast um mannskepnuna. Vel má þó vera að sumir foreldrar séu hálfsmeykir við samkynhneigð og óttist að börnin læri það sem fyrir þeim er haft. Við því er það að segja að hér er ekki átt við boðun heldur fræðslu og um margt fræðast menn í grunnskólum, meðal annars um sögu mannkyns og sögu Íslands. Eru fólskuverk sögunnar við hæfi barna og unglinga? Hvers vegna ættu grunnskólanemar ekki að læra um ást og manngæsku, rétt eins og um hatur og mannvonsku? Læra að umbera það ef einstaklingar af sama kyni fella hugi saman?

Þess er vonandi skammt að bíða að fræðslu um samkynhneigð verði markaður bás í grunnskólum landsins; þrúgandi þögn er engum holl.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand