Vatnsmýrin

Mikið hefur verið rætt um höfuðborg okkar Íslendinga og málefni hennar undanfarið. Hefur sú umræða einkum einkennst af áhyggjum af hinum ýmsu vandamálum í rekstri borgarinnar sem virðast mörg hver í stjórnlausum vexti. Mörg helstu vandamál Reykjavíkurborgar eru sprottin af því hversu dreifð byggð og lágreist er á svæðinu. Hér á eftir kem ég til með að færa rök í grófum dráttum fyrir því að fjarlæging flugvallarins úr Vatnsmýrinni sé lausn á öllum helstu og stærstu vandamálum Reykjavíkurborgar. Mikið hefur verið rætt um höfuðborg okkar Íslendinga og málefni hennar undanfarið. Hefur sú umræða einkum einkennst af áhyggjum af hinum ýmsu vandamálum í rekstri borgarinnar sem virðast mörg hver í stjórnlausum vexti. Mörg helstu vandamál Reykjavíkurborgar eru sprottin af því hversu dreifð byggð og lágreist er á svæðinu. Hér á eftir kem ég til með að færa rök í grófum dráttum fyrir því að fjarlæging flugvallarins úr Vatnsmýrinni sé lausn á öllum helstu og stærstu vandamálum Reykjavíkurborgar.

Húsnæðisvandinn
Fermetraverð á íbúðarhúsnæði í Reykjavík, einkum miðsvæðis, hefur nú rúmlega tvöfaldast á örfáum árum. Er þar ýmsu um að kenna en helsti sökudólgurinn mun þó án efa vera tvíeykið framboð og eftirspurn. Með lágmarkskunnáttu í hagfræði getur hver sem er áttað sig á því að ein helsta ástæðan fyrir þessari gríðaröru hækkun húsnæðisverðs er gífurleg eftirspurn sem framboð nær ekki að halda í við. Í Vatnsmýrinni er nóg landsvæði til byggingar hundruða íbúða. Án flugvallar á svæðinu væri einnig hægt að byggja hærra upp og margfalda þannig nýtingu byggingarlandsins. Aukið framboð myndi leiða af sér verðlækkun sem með tímanum myndi einnig skila sér inn á leigumarkaðinn í lægra leiguverði.

Samgöngur
Yrði innanlandsflug flutt úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur yrði það í fyrsta lagi til þess að þrýsta á framkvæmdir við að greiða leiðina milli Leifsstöðvar og miðbæjar Reykjavíkur, svo sem tvöföldun Reykjanesbrautar svo og hugsanlega lagningu járnbrautar á leiðinni.

Umferðin í Reykjavíkinni sjálfri einkennist fyrst og fremst af gífurlegri einkabílanotkun. Af henni hljótast vandamál sem vel eru þekkt, svo sem skortur á bílastæðum, umferðaröngþveiti, mengun o.fl. Með þéttingu byggðar væri unnt að efla almennings¬samgöngur á milli bæjarhluta og innan til muna. Styttri bið- og ferðatími myndi án efa auka notkun samgangna af þessu tagi sem yrðu þar með sterkari í samkeppninni við einkabílinn, en eins og staðan er í dag er sú samkeppni vart til staðar. Einn helsti vandinn við skipulagningu strætisvagnakerfis á höfuðborgarsvæðinu hefur hingað til verið hversu dreifð byggðin er. Fara vagnar oftar en ekki langar leiðir með fáa farþega sem getur augljóslega verið afar óhagkvæmt.

Einnig hefur verið nefnt að mikill tími mikilvægra manna fari í ferðir til og frá höfuðborginni og megi menn ekki við því að bæta við þann tíma. Hafa sumir jafnvel haldið því fram að eins mætti leggja niður innanlandsflug og færa flugvöllinn alla leið til Keflavíkur. Í þessu sambandi má til dæmis benda á að mun meiri tími má ætla að tapist við ferðir til og frá miðbæ Reykjavíkur og úthverfa hennar, hinnar raunverulegu „landsbyggðar“, eins og staðan er í dag, heldur en miðbæjarins og annarra landshluta. Með bættum samgöngum á Reykjanesbrautinni má einnig takmarka þessa lengingu á ferðatíma mjög.

Hagkvæmni
Samkvæmt útreikningum er birtust m.a. á forsíðu Fréttablaðsins í vikunni sem leið er verðmæti landsvæðis í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins á þessu svæði um 200 milljarðar króna að lágmarki. Með sölu lóða á svæðinu kæmu til gríðarlegar tekjur sem nýta mætti, til dæmis til að bæta samgöngur á milli flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og miðbæjar Reykjavíkur.

Hversu lengi Bandaríkjamenn koma til með að sjá um stóran hluta flugreksturs hjá okkur áfram verður sífellt óljósara. Er því kominn tími fyrir okkur Íslendinga að spyrja okkur hversu hagkvæmt sé að reka tvo flugvelli með svo stuttu millibili.

Miðbærinn – menningarmiðstöð
Miðbær Reykjavíkur hefur jafnt og þétt farið hnignandi eftir því sem borgin hefur farið stækkandi allt frá lagningu flugvallarins árið 1941. Hafa borgaryfirvöld ítrekað reynt hinar ýmsu aðferðir til að sporna við þeirri hnignun og til að gera miðbæinn meira aðlaðandi í augum borgarbúa. Má þar einkum nefna ýmsar fegrunaraðgerðir, nú síðast endurnýjun gamalla húsa á Laugaveginum. Mér er spurn hvaða vanda þess háttar framkvæmdir eiga að leysa. Ekki tel ég aðsókn í miðbæinn munu aukast við það eitt að húsin séu nýrri og nútímalegri en áður. Það er fyrst og fremst fjarlægðin við íbúðabyggð sem gerir það að verkum að miðbærinn færist sífellt fjær því að vera sá miðbær sem fólk vill sjá. Samgöngur á svæðinu torvelda aðgang að miðbænum. Með stærri íbúðabyggð í nágrenninu og betri samgöngum myndu skapast kjöraðstæður fyrir miðbæ sem þennan til að blómstra og verða sú miðstöð menningar og mannlífs sem honum er ætlað að vera. Sú hætta sem stafar af staðsetningu flugvallar svo nálægt íbúðabyggð ætti síðan að vera öllum ljós. Minni eldhætta með nýrri byggingum kemur ekki til með að bæta þar um miklu.

Að mínu mati kemur tilfærsla flugvallarins alls ekki til með að hafa þau neikvæðu áhrif á landsbyggðina sem margir hafa bent á. Með góðum rökum má halda því fram að slík framkvæmd geti jafnvel haft eflandi áhrif á landsbyggðina þar sem ýmis þjónusta og starfsemi mun án efa færast í auknum mæli til heimabyggða. Öll framfaraspor ýta svo undir fleiri framfaraspor. Sterkari höfuðborg hefur áhrif á efnahag landsins alls og með bættum hag má breyta mörgu til hins betra.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand