Píkur allra landa sameinist!

Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna eða V-dagurinn. Konur um allan heim halda þennan dag hátíðlegan þar sem aðalmarkmið hans er að stöðva ofbeldi gegn konum. Alþjóðabaráttudagur kvenna er þó miklu eldra fyrirbæri heldur en V-dagurinn. Árið 1910 komu saman kvensósíalistar í Kaupmannahöfn og ein þeirra stakk upp á því að halda baráttudag kvenna. Ákveðið var að hann skyldi vera á sunnudegi enda væri það eini frídagur verkakvenna. En það var ekki fyrr en 8. mars 1917 þegar konur í Pétursborg fóru í verkfall, rússneska byltingin hófst og konum tókst að fá bráðabirgðakosningarétt að 8. mars varð hinn eiginlegi baráttudagur kvenna. Reyndar var brösugt gengi hans næstu áratugi vegna stríðsreksturs og annars en það er ekki fyrr en Sameinuðu þjóðirnar ákváðu 1977 að 8. mars skyldi vera hinn alþjóðlegi kvennadagur að hann festist í sessi. Píkan á mér er reið. Við vorum nefnilega að horfa á sjónvarpið saman, lesa blöð og vafra um netið í heimildasöfnun fyrir greinaskrif vegna V-dagsins. Hún er sko ekki sátt. Ofbeldið í heiminum sem beinist einvörðungu gagnvart píkum er geigvænlegt. Ég vissi af mörgum hræðilegum hlutum en þetta er ótrúlegt. Ungar stúlkur í Afríku kyrja saman ,,Góði Guð hjálpaðu mér svo ég verði ekki umskorin” , Agnes er kona sem ákvað af sjálfsdáðum að fara um héruð Afríku og talar gegn umskurðum. Stúlkur sem neita umskurð eru útskúfaðar og flykkjast í kvennaathvarf á miðri sléttunni. Viðtal við konur frá Filippseyjum sem höfðu verið kynlífsþrælar hjá japönskum hermönnum. Fréttafyrirsagnir um konur sem berjast fyrir réttlæti vegna sýknudóma yfir mönnum sem hafa nauðgað þeim. Spjallþættir þar sem konur koma saman og reyna að hjálpa stallsystrum í löndum í fjarska. Skipulagðar nauðganir hermanna. Konur og stúlkur sem eru seldar á milli landa sem varningur. Heimilisofbeldi á konum. Sifjaspell, nauðganir, morð, hótanir, afskræmingar kynfæra, sýrubrunar, vændi, kynlífsþrælar og fleira og fleira. Enn þann dag í dag eru konur að berjast fyrir kosningarétti, eitthvað sem vestrænar konur telja orðið sjálfgefið, reyndar svo sjálfgefið að áhugi og kosningaþátttaka meðal ungra kvenna er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Það á að láta píkuna vera lausa við ofbeldi og skaða

Fyrirsögnin voru orð einnar úr þáttunum og þessi einfalda bón virðist sárasaklaus og hluti af sjálfsögðum mannréttindum kvenna en þrátt fyrir einfaldleikann er þessi réttur kvenna traðkaður víðsvegar um heiminn. Í Rúanda eru konur fórnalömb skipulagðrar nauðgana, þær eru hnepptar í kynlífsánauð, þær eru skaðaðar á grundvelli þess eins að vera með píku. Í stríðsrekstri virðast píkur fara einna verst út úr öllu! Nauðganir eru ótrúlega algengar í stríðsrekstri og eru notaðar markvisst sem vopn. Konum sem er nauðgað eða haldið í kynlífsánauð eru oft útskúfaðar eftir að þær sleppa og margar standa einar þar sem fjölskyldur þeirra afneita þeim. Við vitum um mörg lönd þar sem skipulagðar nauðganir voru stundaðar sem vopn og hluti af valdabaráttunni, leið til að brjóta niður fjölskyldu- og samfélagsmynstur. Í löndum eins og Pakistan, Líberíu, Afganistan, Sierra Leone, Rúanda, Úganda, Kongó, Súdan, Gvatemala, Kóreu, Kína, Filippseyjum, Indónesíu, Hollandi, Bosníu Herzegóvina, Austur Tímor og Kosovó hafa konur verið hnepptar í kynlífsánauð fyrir hermenn, þeim rænt og haldið í skipulögðum nauðgunabúðum. Oft hefur ásetningurinn verið að tryggja þjóðernishreinsun, bæði með því að tryggja að fórnarlambið verði þungað og eignist barn eða nauðgunin tryggi útskúfun konunnar. Óhjákvæmilega er útbreiðsla sýkinga og sjúkdóma mjög algengur meðal fórnarlambanna og margar kvennanna deyja vegna þeirra eða verða ófrjósamar. Ófrjósemi gerir konuna ,,verðlausa” í mörgum löndum, hefði einhver karlmaður litið við henni þó svo hún væri “notuð” eða “skemmd eign”.

Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna eða V-dagurinn. Konur um allan heim halda þennan dag hátíðlegan þar sem aðalmarkmið hans er að stöðva ofbeldi gegn konum. Alþjóðabaráttudagur kvenna er þó miklu eldra fyrirbæri heldur en V-dagurinn. Árið 1910 komu saman kvensósíalistar í Kaupmannahöfn og ein þeirra stakk upp á því að halda baráttudag kvenna. Ákveðið var að hann skyldi vera á sunnudegi enda væri það eini frídagur verkakvenna. En það var ekki fyrr en 8. mars 1917 þegar konur í Pétursborg fóru í verkfall, rússneska byltingin hófst og konum tókst að fá bráðabirgðakosningarétt að 8. mars varð hinn eiginlegi baráttudagur kvenna. Reyndar var brösugt gengi hans næstu áratugi vegna stríðsreksturs og annars en það er ekki fyrr en Sameinuðu þjóðirnar ákváðu 1977 að 8. mars skyldi vera hinn alþjóðlegi kvennadagur að hann festist í sessi.

Píkusögur

Að minnsta kosti ein af hverjum fjórum konum verður fyrir kynferðisofbeldi. Allar konur þekkja einhverja sem hefur sögu að segja, við sjálfar getum sagt sögur, það sem bindur konur saman víðsvegar um heim eru hinar ýmsu píkusögur.

Eva Ensler skrifaði hið frábæra leikrit Píkusögur og þróaðist hugmyndin um V-daginn út frá sýningum hennar og samtölum við konur sem vildu tjá sínar tilfinningar gagnvart píkum sínum. Þorgerður Einarsdóttir skrifar á veftímaritinu Kistunni um leikritið Píkusögur og þar segir hún; ,,Það teygir sig inn í kviku á sjálfu karlveldinu, það felur í sér hárbeitta samfélags- og menningargagnrýni. Það er gagnrýni á valdamisræmi kynjanna, það er gagnrýni á stríðsrekstur, ofbeldi, á verstu birtingarform kapítalisma og karlveldis. Verkið sýnir okkur á táknrænan hátt mátt feðraveldisins, ófrelsi kvenna er tákngert með kynferðislegri kúgun þeirra – og kynfrelsi kvenna, sem sannarlega er höndlað í verkinu – verður táknrænt fyrir frelsi kvenna í víðari skilningi.”

Með því að viðurkenna rétt kvenna til að hafa fulla stjórn yfir sínum píkum er hægt að útrýma kynbundnu ofbeldi. Ekki ná stjórn á því, ekki minnka það, heldur hreinlega stöðva það! Það er því í dag sem ég hvet alla þá sem viðurkenna þessi mannréttindi til að sýna áhuga og mæta á eina af skipulögðum dagskrám víðsvegar um landið eða gera eitthvað annað sem leggur lóð á vogarskálar þessa baráttumáls.

Í dag kl. 17 verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur opinn fundur um frið, jafnrétti og stöðu Íslands í alþjóðasamfélagi. Í Íslensku Óperunni í kvöld kl 21. verður skemmtun, fræðsla og fyrirlestrar á vegum V-dags samtakanna á Íslandi og gestur kvöldsins verður Eva Ensler höfundur Píkusaga ásamt fjölda annarra góðra gesta. Þau ykkar sem ekki komast á slíkar samkomur hvet ég til að fara inn á www.amnesty.is og skrifa bréf til stjórnvalda einhvers lands um ofbeldi gegn konum.

Til frekari upplýsingar bendi ég á nokkra vefi sem fjalla um þessi mál eða skyld, þetta er engan veginn tæmandi listi og iðullega er að finna tenglasvæði á þessum síðum til enn frekari upplýsingaleitar.

www.amnesty.is

www.unifem.is

www.vdagur.is

www.blattafram.is

www.catwinternational.org

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand