Þrotabú frjálshyggjunnar

peningatre

LEIÐARI Misskiptingin jókst gríðarlega á Íslandi í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Atkvæði greidd þessum flokkum gætu orðið til þess að ballið byrjaði á nýjan leik.peningatre

Á 12 ára ferli sínum í ríkisstjórn tókst Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að gera Ísland að tilraunastofu fyrir glæfralega frjálshyggju í efnahagsmálum. Þetta er niðurstaða sem Stefán Ólafsson prófessor kynnti á opnum fundi um skattamál á vegum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur þingmanns á Hótel Borg í gær.

Stefán benti á að árið 1993, tveimur árum áður en blágræna ríkisstjórnin tók við völdum, hafi ríkustu 10% hjóna á Íslandi fengið 19% af heildartekjum hjóna á Íslandi. Við lok valdatíðar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar árið 2007 var þetta hlutfall komið upp í 40% Að sama skapi hafði ríkasta 1% hjóna hækkað tekjur sínar úr 4,2% í tæp 20 prósent af heildartekjum hjóna.

Stefán bendir á að ríkasta 1% fólks á Íslandi hafi haft 18,2 milljónir króna í tekjur á mánuði! Það eru um 615 fjölskyldur með slík ofurlaun. Á sama tíma var skattbyrði lágtekjufólks þyngd á meðan skattar voru lækkaðir á þá ríkustu.

Misskiptingin jókst gríðarlega á Íslandi í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og auðmenn fengu allt upp í hendurnar. Atkvæði greidd þessum flokkum gætu orðið til þess að ballið byrjaði á nýjan leik. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tekur við þrotabúi frjálshyggjustefnunnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið